Sport

Metaregn hjá fötluðum í sundi og frjálsum um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Matthildur Ylfa fyrir miðju ásamt þeim Ingeborg og Bergrúnu. Með á myndinni er fulltrúi frá Lionsklúbbnum Víðarri en Víðarr gefur öll verðlaun á Íslandsmótum ÍF
Matthildur Ylfa fyrir miðju ásamt þeim Ingeborg og Bergrúnu. Með á myndinni er fulltrúi frá Lionsklúbbnum Víðarri en Víðarr gefur öll verðlaun á Íslandsmótum ÍF Mynd/ÍF
Alls voru sett sex Íslandsmet á Íslandsmeistaramótum fatlaðra í sundi og í frjálsíþróttum um liðna helgi en Ólympíumótsfarinn Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir setti eitt þeirra.

Í lauginni voru sett fjögur Íslandsmet, þarf eitt í einstaklingsgrein. Kolbrún Alda Stefánsdóttir setti Íslandsmet í 50m bringusundi í flokki S14 er hún kom í mark á 39,35 sekúndum.

Kolbrún Alda og félagar hennar úr sundfélaginu Firði settu svo þrjú Íslandsmet til viðbótar í boðsundum.

Kvennasveit Fjarðar í 4x100m fjórsundi setti nýtt Íslandsmet á tímanum 6:05,02 en sveitina skipuðu: Kristín Á. Jónsdóttir, Kolbrún A. Stefánsdóttir, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Þóra M Fransdóttir.

Karlasveit Fjarðar í 4x100m fjórsundi setti nýtt met er hún kom í mark á tímanum 6:04,17 en sveitina skipuðu þeir: Ragnar I. Magnússon, Adrian Erwin, Róbert Í. Jónsson og Ásmundur Þ. Ásmundsson.

 

Karlasveit Fjarðar í 4x100m boðsundi með frjálsri aðferð setti nýtt met er hún kom í mark á tímanum 5:02,05. Sveitina skipuðu þeir: Róbert Í. Jónsson, Ásmundur Þ. Ásmundsson, AdrianErwin og Ragnar I. Magnússon.

Þá féllu tvö Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöllinni.

Ólympíumótsfarinn, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, bætti Íslandsmetið sitt í langstökki í flokki F37 er hún stökk 4.15 metra.

Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik, bætti svo Íslandsmetið í langstökki í flokki F20 karla er hann stökk 5,74 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×