Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 14:15 Jón Arnór og félagar unnu magnaðan sigur á stórliði Barcelona. Vísir/Basketzaragoza.net „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, í samtali við Vísi. Jón Arnór og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu stórlið Barcelona, 85-79, á heimavelli í 26. umferð deildarinnar í gær. Jón Arnór skoraði 5 stig og gaf 5 stoðsendingar auk þess að taka 2 fráköst á tæplega 20 mínútum. Það þykir tíðindum sæta þegar stórliðin Barcelona og Real Madrid tapa körfuboltaleikjum heima fyrir en helst tapa þau bara fyrir hvort öðru eða allra efstu liðum deildarinnar. Zaragoza er engu að síður að spila vel á tímabilinu og er sem stendur í sjötta sæti. „Þetta er bara eins og ég sagði við þá: Við Íslendingar höldum alltaf að við getum unnið allt og alla. Hérna á Spáni eru menn frekar raunsæir og því er maður talinn galinn að halda að maður geti unnið svona lið,“ segir Jón Arnór en sigurinn var ekki bara merkilegur heldur líka mikilvægur fyrir Zaragoza-liðið. „Það er gaman að taka þá og líka mikilvægt. Við töpuðum síðasta leik og vorum að spila rosalega illa í honum. Það var slæmur andi í hópnum eftir það og allt voðalega neikvætt. Það var sterkt fyrir okkur að vinna þennan leik.“Jón Arnór er lykilmaður í landsliðinu.Vísir/DaníelLokuðu miðjunni Allt þarf að ganga upp til að vinna stórlið á borð við Barcelona og sú var raunin hjá Zaragoza. Jón Arnór og félagar lögðu upp með ákveðna hluti í leiknum sem heppnuðust algjörlega. „Þeir eru með stóra kalla og spila mikla vagg og veltu (e. pick and roll). Þeir vilja líka keyra mikið að körfunni og fá mikið af opnum skotum í kringum hana. Þeir vilja spila nálægt körfunni og nota stóru kallana en við lokuðum alveg miðjunni.“ „Þess í stað fengu þeir meira af opnum skotum en við vorum heppnir að þeir hittu illa. Við vorum samt duglegir að hlaupa út í þá og trufla skotin. Í sókninni náðum við að stjórna hraðanum og svo hittum við vel sem lið. Við vorum líka ákveðnir sem er mikilvægt gegn svona liði. Oft á móti þessum stóru liðum fer maður ósjálfrátt að bakka. Ég veit ekki af hverju það gerist,“ segir Jón Arnór. Stuðningsmenn Zaragoza fögnuðu sigrinum vel og lengi enda ekki á hverjum degi sem þeir sjá Börsunga ganga svekkta af velli. Mikil stemning er í kringum Zaragoza-liðið enda gengið verið gott undanfarin ár. „Svonasigur skiptir fólkið rosalega miklu máli. Hefðin í kringum Barcelona og Real Madrid er rosaleg. Þetta er svo svakalegir risar sem enginn á að leggja að velli. Við vorum þetta fimm til sex stigum yfir en fólkið ætlaði ekki að trúa því við værum að fara vinna. Það hélt, eins og kannski maður sjálfur, að Barcelona-menn myndu bara skora sjö stiga körfur undir restina og vinna leikinn. En þegar lokaflautið gall trúði fólkið þessu loksins. Fólkið hérna fylgist vel með körfunni og styður okkur. Það var gaman að þakka fyrir það með þessum sigri,“ segir Jón Arnór.Jón Arnór og sonur hans kátir í sumarfríi á Íslandi.Vísir/AntonNýtur lífsins í botn Ef deildin væri búin núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar því Katalóníurisinn er nokkuð óvænt í þriðja sæti á eftir Valencia sem hefur spilað mjög vel á tímabilinu. Jón Arnór og félagar þurfa helst að klifra upp um eitt sæti í þeim átta leikjum sem eftir eru til að forðast Börsunga í fyrstu umferð. „Við setjum stefnuna á fimmta sætið. Við þurfum einfaldlega að stefna á það. Það er ekki besta staðan að lenda á móti Barcelona, Valencia eða Real Madrid í fyrstu umferðinni. En mér finnst við eiga séns á móti öllum hinum liðunum. Við eigum góðan séns á fimmta sætinu. Við þurfum bara að vinna þessa heimaleiki sem við eigum eftir og þá erum við búnir að setja okkur í helvíti góða stöðu. En það er nóg eftir af þessu móti,“ segir hann. Jón Arnór er á sínu þriðja tímabili með CAI Zaragoza á Spáni en hann hefur komið víða við og spilað m.a. í St. Pétursborg, Valencia og Róma. Honum líður vel í Zaragoza og fagnar því hlutverki sem honum er falið að leysa. „Ég er að njóta lífsins alveg í botn. Við erum búnir að finna einhverja formúlu sem virkar, allavega erum við búnir að vera nokkuð sigursælir. Sjálfur er ég að gera eitthvað rétt. Ég byrja alltaf inn á og er í stóru hlutverki hjá liðinu,“ segir Jón Arnór sem skorar ekki alltaf mest í hverjum leik en hann er einn albesti varnarmaður liðsins og einnig traustur utan vallar. „Ég er í svona límið í liðinu, líka utan vallar. Ég er búinn að safna mér nokkurri reynslu og reyni að miðla af henni auk þess sem ég er alltaf jákvæður. Spilamennskan er líka góð og ég reyni bara að vinna með þetta hlutverk. Ég fæ ekki mikið af skotum. Það er kannski í einum af hverjum fimm leikjum sem ég fæ eitthvað að skjóta. En ég vil alltaf fyrst og fremst að liðið vinni. Ég er „winner“ og vill vinna leikina,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Hitastigið nálgast 30 gráðurnar í Zaragoza í dag og var Jón Arnór að láta fara vel um sig þegar Vísir heyrði í honum í hádeginu. „Nú er maður bara kominn út í sólina. Strákurinn er að baða sig hérna í einhverjum bala og dóttirin er sofnuð. Nú tekur bara við smá afslöppun,“ segir Jón Arnór Stefánsson kátur að lokum. Körfubolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
„Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, í samtali við Vísi. Jón Arnór og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu stórlið Barcelona, 85-79, á heimavelli í 26. umferð deildarinnar í gær. Jón Arnór skoraði 5 stig og gaf 5 stoðsendingar auk þess að taka 2 fráköst á tæplega 20 mínútum. Það þykir tíðindum sæta þegar stórliðin Barcelona og Real Madrid tapa körfuboltaleikjum heima fyrir en helst tapa þau bara fyrir hvort öðru eða allra efstu liðum deildarinnar. Zaragoza er engu að síður að spila vel á tímabilinu og er sem stendur í sjötta sæti. „Þetta er bara eins og ég sagði við þá: Við Íslendingar höldum alltaf að við getum unnið allt og alla. Hérna á Spáni eru menn frekar raunsæir og því er maður talinn galinn að halda að maður geti unnið svona lið,“ segir Jón Arnór en sigurinn var ekki bara merkilegur heldur líka mikilvægur fyrir Zaragoza-liðið. „Það er gaman að taka þá og líka mikilvægt. Við töpuðum síðasta leik og vorum að spila rosalega illa í honum. Það var slæmur andi í hópnum eftir það og allt voðalega neikvætt. Það var sterkt fyrir okkur að vinna þennan leik.“Jón Arnór er lykilmaður í landsliðinu.Vísir/DaníelLokuðu miðjunni Allt þarf að ganga upp til að vinna stórlið á borð við Barcelona og sú var raunin hjá Zaragoza. Jón Arnór og félagar lögðu upp með ákveðna hluti í leiknum sem heppnuðust algjörlega. „Þeir eru með stóra kalla og spila mikla vagg og veltu (e. pick and roll). Þeir vilja líka keyra mikið að körfunni og fá mikið af opnum skotum í kringum hana. Þeir vilja spila nálægt körfunni og nota stóru kallana en við lokuðum alveg miðjunni.“ „Þess í stað fengu þeir meira af opnum skotum en við vorum heppnir að þeir hittu illa. Við vorum samt duglegir að hlaupa út í þá og trufla skotin. Í sókninni náðum við að stjórna hraðanum og svo hittum við vel sem lið. Við vorum líka ákveðnir sem er mikilvægt gegn svona liði. Oft á móti þessum stóru liðum fer maður ósjálfrátt að bakka. Ég veit ekki af hverju það gerist,“ segir Jón Arnór. Stuðningsmenn Zaragoza fögnuðu sigrinum vel og lengi enda ekki á hverjum degi sem þeir sjá Börsunga ganga svekkta af velli. Mikil stemning er í kringum Zaragoza-liðið enda gengið verið gott undanfarin ár. „Svonasigur skiptir fólkið rosalega miklu máli. Hefðin í kringum Barcelona og Real Madrid er rosaleg. Þetta er svo svakalegir risar sem enginn á að leggja að velli. Við vorum þetta fimm til sex stigum yfir en fólkið ætlaði ekki að trúa því við værum að fara vinna. Það hélt, eins og kannski maður sjálfur, að Barcelona-menn myndu bara skora sjö stiga körfur undir restina og vinna leikinn. En þegar lokaflautið gall trúði fólkið þessu loksins. Fólkið hérna fylgist vel með körfunni og styður okkur. Það var gaman að þakka fyrir það með þessum sigri,“ segir Jón Arnór.Jón Arnór og sonur hans kátir í sumarfríi á Íslandi.Vísir/AntonNýtur lífsins í botn Ef deildin væri búin núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar því Katalóníurisinn er nokkuð óvænt í þriðja sæti á eftir Valencia sem hefur spilað mjög vel á tímabilinu. Jón Arnór og félagar þurfa helst að klifra upp um eitt sæti í þeim átta leikjum sem eftir eru til að forðast Börsunga í fyrstu umferð. „Við setjum stefnuna á fimmta sætið. Við þurfum einfaldlega að stefna á það. Það er ekki besta staðan að lenda á móti Barcelona, Valencia eða Real Madrid í fyrstu umferðinni. En mér finnst við eiga séns á móti öllum hinum liðunum. Við eigum góðan séns á fimmta sætinu. Við þurfum bara að vinna þessa heimaleiki sem við eigum eftir og þá erum við búnir að setja okkur í helvíti góða stöðu. En það er nóg eftir af þessu móti,“ segir hann. Jón Arnór er á sínu þriðja tímabili með CAI Zaragoza á Spáni en hann hefur komið víða við og spilað m.a. í St. Pétursborg, Valencia og Róma. Honum líður vel í Zaragoza og fagnar því hlutverki sem honum er falið að leysa. „Ég er að njóta lífsins alveg í botn. Við erum búnir að finna einhverja formúlu sem virkar, allavega erum við búnir að vera nokkuð sigursælir. Sjálfur er ég að gera eitthvað rétt. Ég byrja alltaf inn á og er í stóru hlutverki hjá liðinu,“ segir Jón Arnór sem skorar ekki alltaf mest í hverjum leik en hann er einn albesti varnarmaður liðsins og einnig traustur utan vallar. „Ég er í svona límið í liðinu, líka utan vallar. Ég er búinn að safna mér nokkurri reynslu og reyni að miðla af henni auk þess sem ég er alltaf jákvæður. Spilamennskan er líka góð og ég reyni bara að vinna með þetta hlutverk. Ég fæ ekki mikið af skotum. Það er kannski í einum af hverjum fimm leikjum sem ég fæ eitthvað að skjóta. En ég vil alltaf fyrst og fremst að liðið vinni. Ég er „winner“ og vill vinna leikina,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Hitastigið nálgast 30 gráðurnar í Zaragoza í dag og var Jón Arnór að láta fara vel um sig þegar Vísir heyrði í honum í hádeginu. „Nú er maður bara kominn út í sólina. Strákurinn er að baða sig hérna í einhverjum bala og dóttirin er sofnuð. Nú tekur bara við smá afslöppun,“ segir Jón Arnór Stefánsson kátur að lokum.
Körfubolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira