Enski boltinn

Sherwood rekinn frá Tottenham eftir tímabilið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tim Sherwood á þá ekki marga leiki eftir sem stjóri Tottenham.
Tim Sherwood á þá ekki marga leiki eftir sem stjóri Tottenham. Vísir/Getty
Tim Sherwood verður ekki áfram knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham eftir tímabilið en Sky Sports segist hafa heimildir fyrir þessu í dag.

Sherwood tók við Tottenham í desember þegar Portúgalinn André Villas-Boas fékk að taka pokann sinn en undir stjórn Sherwoods hefur gengi Lundúnaliðsins ekki batnað mikið.

Tottenham hefur spilað 22 leiki undir stjórn Sherwoods og aðeins unnið 45,45 prósent leikja sinna en það hefur unnið tíu leiki, gert þrjú jafntefli og tapað níu leikjum.

Það er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en getur með sigri á Sunderland í kvöld komist upp fyrir Manchester United í sjötta sæti deildarinnar.

Hollendingurinn Louis Van Gaal er sterklega orðaður við Tottenham en hann lætur af störfum sem þjálfari Hollands eftir heimsmeistaramótið í Brasilíu og hefur hann opinberlega sagst vilja taka við góðu liði í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×