Enski boltinn

Misstirðu af mörkum helgarinnar? | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Liverpool.
Steven Gerrard skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Liverpool. Vísir/Getty
Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2-1 útisigur á West Ham í gær en Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool úr vítaspyrnum.

Hægt er að sjá mörkin hans Gerrards og öll hin 27 mörkin sem skoruð voru í ensku úrvalsdeildinni um helgina hér á Vísi.

Juan Mata fór á kostum í 4-0 útsigri Manchester United í Newcastle en hann skoraði eitt frábært mark úr aukaspyrnu og lagði upp eitt fyrir Adnan Januzaj með skemmtilegri hælspyrnu.

Fulham vann lífsnauðsynlegan sigur á Aston Villa, Pepe Mel vann loksins leik sem stjóri West Bromwich og Chelsea kom til baka eftir slæmt tap gegn Crystal Palace og valtaði yfir Stoke.

Leikir helgarinnar:

Man. City - Southampton 4-1

Aston Villa - Fulham 1-2

Cardiff - Crystal Palace 0-3

Hull - Swansea 1-0

Newcastle - Man. Utd 0-4

Norwich - West Bromwich 0-1

Chelsea - Stoke 3-0

Everton - Arsenal 4-0

West Ham - Liverpool 1-2


Tengdar fréttir

Liverpool aftur á toppinn

Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum.

Hughton rekinn frá Norwich

Norwich hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Chris Hughton eftir 1-0 tap liðsins gegn West Brom í gær. Neil Adams, unglingaliðsþjálfari hjá félaginu, tekur við starfinu.

Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×