Innlent

„Vona að ég verði brottskráður af sjúkrahúsinu með sæmd á morgun“

Róbert Marshall vonast til að útskrifast á morgun.
Róbert Marshall vonast til að útskrifast á morgun.
„Af mér er það helst að frétta að ég hef verið heima um helgina í leyfi frá Hringbrautinni,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall sem lenti í vélsleðaslysi 22. mars, á Facebook-síðu sinni.

Þingmaðurinn ók vélsleða fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu.

Róbert hlaut samt sem áður alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði.

Þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsl segist Róbert segist allur vera að koma til: „Fór í smá labbitúr um Melhagann nú áðan og er bara allur hægt og örugglega að skríða saman. Vona að ég verði brottskráður af sjúkrahúsinu með sæmd á morgun en líðanin um helgina gefur mér góða von um að það gæti orðið raunin.“

Facebook-færsla Róberts hefur vakið mikil viðbrögð. Tæplega 400 manns hafa líkað við hana og tæplega sextíu manns hafa skrifað athugasemd við hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×