Enski boltinn

Hughton rekinn frá Norwich

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Norwich hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Chris Hughton eftir 1-0 tap liðsins gegn West Brom í gær. Neil Adams, unglingaliðsþjálfari hjá félaginu, tekur við starfinu.

Norwich er nú í sautjánda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan Fulham, þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Liðið á mjög erfiða andstæðinga í lokaumferðunum en auk þess að mæta Fulham í fallbaráttuslag leikur Norwich gegn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal.

„Þessi ákvörðun var tekin með það í huga að gefa liðinu bestan möguleika á því að bjarga sæti sínu í deildinni,“ sagði í yfirlýsingu sem félagið birti í dag.

Norwich náði ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en liðið hefur tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Liðið hefur þar að auki aðeins skorað 26 mörk allt tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×