Lífið

"Ég er vanur því að fólk haldi að ég sé geðveikur“

Kevin Spacey
Kevin Spacey Vísir/Getty
„Nema að um sé að ræða Martin Scorsese og hlutverkið skipti einhverju máli, þá hef ég engan djöfulsins áhuga,“ segir leikarinn Kevin Spacey, í viðtali við The Hollywood Reporter.

„Fólk hélt að ég væri geðveikur fyrir ellefu árum þegar ég flutti til London og stofnaði leikhús. Fólk spurði: Hvað er hann að gera? Hann er galinn. Fólk hélt líka að við værum úti á túni þegar við gerðum samninginn við Netflix um House of Cards. Ég er vanur því að fólk haldi að ég sé geðveikur. Og veistu hvað? Mér finnst það bara fínt,“ heldur Spacey áfram, en leikarinn fékk fyrir hlutverk sitt í seríunni House of Cards Emmy verðlaun, Golden Globe verðlaun og tilnefningu til Screen Actors Guild, ásamt öðrum Óskarsverðlaununum á ferlinum.

„Það eru fullt af fólki í bransanum sem bjóða leikurum hlutverk vegna þess að þeir muni koma til með að lyfta mynd upp á eitthvað hærra plan. Þeir bjóða leikurunum fullt af peningum fyrir ömurlegt hlutverk, en það gerir myndina ekkert betri. Og ég hef engann áhuga á því að lyfta einhverri ömurlegri mynd upp á eitthvað hærra plan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×