Enski boltinn

Leicester upp í úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leicester mætti Manchester City í enska deildarbikarnum fyrr í vetur.
Leicester mætti Manchester City í enska deildarbikarnum fyrr í vetur. Vísir/AFP
Leicester tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa ekki spilað í B-deildinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Leicester verður í deild þeirra bestu í Englandi.

Liðið vann Sheffield Wednesday í gærkvöldi, 2-1, og þurfti hagstæð úrslit í tveimur leikjum í dag til að tryggja sæti sitt.

Svo fór að QPR tapaði fyrir Bournemouth, 2-1, og Derby laut í lægra haldi fyrir Middlesbrough, 1-0. Það nægði Leicester og því fagna stuðningsmenn liðsins.

Úrslit í leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×