Svæar Birgisson vann í morgun gull í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð á Skíðalandsmótinu sem fer nú fram á Akureyri.
Sævar kom í mark á 26:15 mínútum, þrettán sekúndum á undan Vadim Gusev. Brynjar Leó Kristinsson kom svo þriðji í mark.
Sævar vann svo einnig tvíkeppnina en annar í henni verð Brynjar Leó. Vadim Gusev fékk svo brons. Hann var áður búinn að vinna sprettgöngu og 15 km göngu með hefðbundinni aðferð.
Veronika Lagun vann gull í kvennaflokki í 7,5 göngu með frjálsri aðferð í dag en Katrín Árnadóttir varð hlutskörpust í tvíkeppninni.

