Enski boltinn

Rodriguez meiddist illa á hné | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Útlit er fyrir að HM-draumur Jay Rodriguez, leikmanns Southampton, sé úr sögunni.

Rodriguez virtist meiðast illa á hné í leik liðsins gegn Manchester City í dag, eftir að hafa fallið illa til jarðar um miðjan fyrri hálfleikinn.

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, var á meðal áhorfenda og fylgdist því með þegar Rodriguez var borinn af velli.

Rodriguez er 24 ára framherji sem hefur skorað sautján mörk á tímabilinu í vetur. Sé hann með slitið krossband í hné er ljóst að hann spilar varla meira á þessu ári.

Við vörum við því að viðkvæmir horfi á myndbandið.


Tengdar fréttir

City stóð við sitt

Manchester City er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú bara einu stigi á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×