Sport

Gunnar að gera nýjan samning við UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gunnar Nelson og hans menn eiga í viðræðum við UFC um nýjan fjögurra bardaga samning.

Þetta staðfestir Haraldur Dean Nelson, faðir hans og umboðsmaður, í samtali við Vísi í dag.

Gunnar gerði álíka samning árið 2012 og á enn einn bardaga eftir af honum. Það þykir góðs viti að UFC vilji ganga til samninga strax enda hefur Gunnar staðið sig vel og unnið alla þrjá bardaga sína sannfærandi.

„Við erum að vinna í þessum málum og erum á síðustu metrunum með samninginn,“ sagði Haraldur við Vísi.

Líklegt er að Gunnar muni berjast næst í sumar og þá á Írlandi. Þó hefur UFC ekkert staðfest um það, né heldur hvort að það verði barist í Dublin í sumar.

„Þeir hafa bara sagt frá því að það sé stefnan að vera með UFC-kvöld í Dublin þann 19. júlí. Líklega vegna þess að læknar eru ekki enn búnir að gefa Connor McGregor grænt ljós eftir hnémeiðsli og að er ekki búið að ganga frá nýjum samningi við Gunnar.“

„En það eru góðar líkur á því að þeir verði báðir að berjast þetta kvöld. Þeir [hjá UFC] hafa að minnsta kosti ekki enn haft samband um næsta andstæðing.“

Haraldur segir að það séu ekki háar upphæðir sem samið er um í UFC-deildinni. „Þetta eru engir fótboltasamningar,“ segir Haraldur. „Auðvitað hækka launin hans eftir því sem betur gengur en þetta er í svipuðum dúr og síðasti samningur.“



MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann

Gunnar Nelson ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að næsta andstæðingi hans í hringnum ef marka má nýjustu fréttir. Þjálfari hans John Kavanagh var í viðtali í UFC-þætti í Bandaríkjunum þar sem hann sagði að Gunnar vildi berjast næst við hinn öfluga Rory MacDonald.

Í fínu lagi með hnéð á Gunnari

Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×