Sport

Fermingarbörn nota stera á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.
Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ. Vísir
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að steranotkun ungmenna sé vandamál í íslensku samfélagi.

„Sú þróun sem hefur átt sér stað hér síðustu ár hefur valdið okkur áhyggjum,“ sagði Skúlí samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Við vitum af því að guttar allt niður í fermingaraldur eru að byrja að þreifa sig áfram í þessu [steranotkun],“ sagði hann og bætti við það væri erfitt að fylgjast með nákvæmri notkun stera á Íslandi.

„Þessi notkun þrífst helst á líkamsræktarstöðvun og þar höfum við því miður ekki verið með forvarnarstarf og eftirlit. Við höfum áhuga á að hefja það í samstarfi við þær,“ sagði Skúli.

Hann segir að ein af þeim breytingum sem hefur átt sér stað undanfarinn áratug er að ungirmenn séu opnari gagnvart því að nota stera. „Núna finnst mörgum að það sé hægt að gera þetta á ábyrgan og öruggan hátt,“ sagði Skúli sem segir að það sé ekki hægt.

„Það eru allar líkur á því að aukaverkanir fylgja með, svo sem hjartaáfall. Það er bara tímaspursmál þar til við sjáum fleiri aukaverkanir og dauðsföll að völdum steranotkunar á Íslandi.“

Viðtalið við Skúla má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×