Schumacher að komast til meðvitundar? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 10:16 Vísir/Getty Umboðsmaður Michael Schumacher segir að ökuþórinn sé nú farinn að sýna merki þess að hann sé að komast aftur til meðvitundar. Þetta eru ein bestu tíðindin sem hafa borist af heilsufari Schumacher, sem er 45 ára gamall, síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í lok desembermánaðar. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og gekkst undir tvær aðgerðir til að létta þrýsting á heilanum eftir miklar blæðingar. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, sendi tilkynningu til fjölmiðla í morgun þar sem fram kom að ökuþórinn væri að sýna framfarir. Það væru augnablik þar sem hann sýndi að hann væri að ná meðvitund og mögulega vakna úr dái sínu. Schumacher dvelur á sjúkrahúsi í Frakklandi þar sem læknar hafa síðustu vikur unnið að því að koma Schumacher aftur til meðvitundar. „Við erum enn bjartsýn,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. „Við óskum þess að því verði sýndur skilningur að við munum ekki gefa nákvæmari upplýsingar um stöðu mála. Það er nauðsynlegt til að vernda einkalíf Michaels og fjölskyldu hans og svo að læknar geti sinnt sínu starfi í friði.“ Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Michael Schumacher segir að ökuþórinn sé nú farinn að sýna merki þess að hann sé að komast aftur til meðvitundar. Þetta eru ein bestu tíðindin sem hafa borist af heilsufari Schumacher, sem er 45 ára gamall, síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í lok desembermánaðar. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og gekkst undir tvær aðgerðir til að létta þrýsting á heilanum eftir miklar blæðingar. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, sendi tilkynningu til fjölmiðla í morgun þar sem fram kom að ökuþórinn væri að sýna framfarir. Það væru augnablik þar sem hann sýndi að hann væri að ná meðvitund og mögulega vakna úr dái sínu. Schumacher dvelur á sjúkrahúsi í Frakklandi þar sem læknar hafa síðustu vikur unnið að því að koma Schumacher aftur til meðvitundar. „Við erum enn bjartsýn,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. „Við óskum þess að því verði sýndur skilningur að við munum ekki gefa nákvæmari upplýsingar um stöðu mála. Það er nauðsynlegt til að vernda einkalíf Michaels og fjölskyldu hans og svo að læknar geti sinnt sínu starfi í friði.“
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira