Erlent

Leit hafin að svarta kassanum neðansjávar

Visir/AFP
Leitarsveitir á Indlandshafi eru nú byrjaðar að nota bergmálsmælitæki til þess að reyna að staðsetja svarta kassann svokallaða úr þarþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Tvö skip með slíkan búnað sigla nú fram og aftur um stórt svæði þar sem líklegast er talið að vélin hafi hrapað.

Leit að braki úr vélinni er einnig haldið áfram og taka fjórtán flugvélar og níu skip þátt í henni. Enn hefur hvorki tangur né tetur fundist af vélinni. Óttast er að tíminn sé að hlaupa frá mönnum því svarti kassinn, sendir aðeins frá sér hljóðmerki í um það bil þrjátíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×