FH vann Fjölni eftir að lenda 2-0 undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 22:43 Kristján Gauti Emilsson raðar inn mörkum í Lengjubikarnum. Vísir/Arnþór FH vann sjötta sigurinn í röð riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Fjölni, 3-2, í Egilshöll. Fjölnismenn voru mun betri í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir þegar flautað var til leikhlés. Ragnar Leósson skoraði bæði mörkin, það fyrra á þriðju mínútu og það síðara á 37. mínútu, bæði eftir laglegan undirbúning Júlíusar Orra Óskarssonar. FH-ingar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Emil Pálsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Gunnar Valur Gunnarsson braut á Emil í teignum og tók hann spyrnuna sjálfur. Tíu mínútum síðar jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin en þessi stórefnilegi framherji sem kom boltanum ekki í netið í Pepsi-deildinni síðasta sumar er nú búinn að skora sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum. Emil Pálsson skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark FH og tryggði sínum mönnum sigurinn fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á 24 mínútum og endurkoman fullkomnuð, 3-2. Fjölnismenn sóttu stíft undir lokin og voru óheppnir að koma boltanum ekki í netið þegar mikill darraðadans varð uppi í vítateig FH-inga í uppbótartíma. Hafnfirðingarnir héldu þó út og lönduðu enn einum sigrinum í Lengjubikarnum. FH er búið að vinna alla sex leiki sína í riðli 2 í Lengjubikarnum og er efst í riðlinum með 18 stig eða fullt hús. Fjölnismenn hafa nú lokið leik en uppskera þeirra eru sjö stig eftir sjö leiki. Þeir eru í fimmta sæti riðils 2. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
FH vann sjötta sigurinn í röð riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Fjölni, 3-2, í Egilshöll. Fjölnismenn voru mun betri í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir þegar flautað var til leikhlés. Ragnar Leósson skoraði bæði mörkin, það fyrra á þriðju mínútu og það síðara á 37. mínútu, bæði eftir laglegan undirbúning Júlíusar Orra Óskarssonar. FH-ingar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Emil Pálsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Gunnar Valur Gunnarsson braut á Emil í teignum og tók hann spyrnuna sjálfur. Tíu mínútum síðar jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin en þessi stórefnilegi framherji sem kom boltanum ekki í netið í Pepsi-deildinni síðasta sumar er nú búinn að skora sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum. Emil Pálsson skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark FH og tryggði sínum mönnum sigurinn fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á 24 mínútum og endurkoman fullkomnuð, 3-2. Fjölnismenn sóttu stíft undir lokin og voru óheppnir að koma boltanum ekki í netið þegar mikill darraðadans varð uppi í vítateig FH-inga í uppbótartíma. Hafnfirðingarnir héldu þó út og lönduðu enn einum sigrinum í Lengjubikarnum. FH er búið að vinna alla sex leiki sína í riðli 2 í Lengjubikarnum og er efst í riðlinum með 18 stig eða fullt hús. Fjölnismenn hafa nú lokið leik en uppskera þeirra eru sjö stig eftir sjö leiki. Þeir eru í fimmta sæti riðils 2.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira