Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða 2. apríl 2014 07:03 Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað. Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað.
Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54
Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53
Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00
Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34