„Ég fann það að dauðinn var bara þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:00 Hönd Róberts mölbrotnaði í slysinu. mynd/skjáskot af vef rúv „Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira