Hroki og hleypidómar Gísla Sigurjón Jónsson skrifar 1. apríl 2014 19:00 Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun