Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 21. apríl 2014 18:45 Vísir/Stefán KR vann í kvöld níu stiga sigur, 93-84, á Grindavík í DHL-höllinni og tók þar með forystuna í úrslitaeinvígi liðanna. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks, þó enginn eins og Demond Watt Jr. sem skoraði fyrstu átta stig KR í leiknum, en að loknum fyrsta leikhluta var hann kominn með tíu stig og sjö fráköst.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. KR komst mest tólf stigum yfir, 16-4, en Grindvíkingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrsta leikhlutann. Staðan að honum loknum var 22-18, KR í vil. Gestirnir jöfnuðu leikinn í 26-26 snemma í öðrum leikhluta, en þá tóku KR-ingar á sprett á ný. Grindvíkingar voru þó aldrei langt undan, en þeir fengu gott framlag frá bekknum í öðrum leikhluta sem var nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ólafsson lék ekkert í leikhlutanum eftir að hafa fengið sína þriðju villu undir lok þess fyrsta.Daníel Guðni Guðmundsson og Jón Axel Guðmundsson skiluðu samtals 15 stigum í fyrri hálfleik, en sá síðarnefndi skoraði síðustu stig hálfleiksins með glæsilegu skoti langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Jóhann Árni Ólafsson var hins vegar stigahæstur Grindvíkinga í hálfleik með tíu stig. Watt var atkvæðamestur KR-inga í fyrri hálfleik með 14 stig og átta fráköst, en Helgi Már Magnússon, Darri Hilmarsson og Martin Hermannsson komu næstir með sjö stig hver. KR byrjaði seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og þann fyrri, en sóknarleikur liðsins var mjög beittur í upphafi þriðja leikhluta. KR-ingar skoruðu nánast að vild og skotnýting liðsins rauk upp. Darri var sérstaklega öflugur í þriðja leikhluta - skoraði ellefu stig - og fór fyrir sínum mönnum. KR vann þriðja leikhluta með átta stigum og leiddi með tíu stigum, 74-64, að honum loknum, en miklu munaði um að Earnest Lewis Clinch Jr. skoraði aðeins þrjú stig í leikhlutanum. En eins góður og sóknarleikur KR var í þriðja leikhluta, þá var hann mjög stirður í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar fóru að saxa á forskot KR-inga og náðu að minnka muninn í tvö stig, 76-74, eftir þriggja stiga körfu frá Jóhanni. Þá var Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eitthvað hefur hann sagt rétt því KR-ingar tóku við sér á ný. Þeir juku muninn og komust mest tólf stigum yfir, 86-74. Vesturbæingar héldu svo Grindvíkingum í hæfilegri fjarlægð það eftir lifði leiks og fögnuðu að lokum sanngjörnum níu stiga sigri, 93-84. Watt og Darri stóðu upp úr í jöfnu og góðu KR-liði í kvöld. Sá fyrrnefndi skoraði 22 stig og tók 18 fráköst og var sérstaklega öflugur í upphafi leiksins eins og áður sagði. Darri skoraði 18 stig, hitti úr fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum og spilaði góða vörn að venju. Clinch átti ágætan leik fyrir Grindavík og var stigahæsti maður liðsins með 22 stig. Hann getur þó spilað betur eins og flestir leikmenn liðsins. Jón Axel átti einnig fínan fyrri hálfleik eins og fyrr sagði. Næsti leikur verður í Grindavík á föstudaginn kemur kl. 19:15.Finnur Freyr Stefánsson: Erum með óeigingjarna menn í okkar liði "Við tökum bara það sem vörnin gefur okkur hverju sinni. Við viljum hlaupa okkar sóknarleik og finna möguleikana. Við erum með óeigingjarna menn í okkar liði sem eru tilbúnir að gefa á næsta mann ef hann er frír og þá erum við í fínum málum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigur liðsins á Grindavík í kvöld. KR var yfir nánast allan leikinn, en liðið náði góðri forystu í þriðja leikhluta sem það hélt, svo að segja, út leikinn. "Við fannst við slaka aðeins á. Við fórum að framkvæma hlutina okkar betur og vorum að taka opnu skotin sem gáfust og að sama skapi fórum við að ná aðeins fleiri stoppum. Varnarleikurinn var hins vegar ekkert til fyrirmyndar og við getum gert töluvert betur þar. Það er visst áhyggjuefni hversu oft við náðum að hleypa Grindvíkingum inn í leikinn." Við hverju býst Finnur í leik tvö á föstudaginn? "Ennþá meiri baráttu, ennþá meiri látum. Grindvíkingar munu koma brjálaðir til leiks. Þetta var leikurinn sem við áttum að taka og nú er komið að þeim að ná sínum leik."Pavel Ermolinskij: Sigur er bara sigur og það er það sem þetta snýst um "Við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim," sagði Pavel Ermolinskij að leik loknum. "Við vorum yfir mestallan leikinn, en þeir settu niður stór skot." "Sóknin gekk ágætlega, við vorum að búa til opin skot og finna menn undir körfunni. Okkur vantaði bara smá kraft í vörnina, þeir voru að spila alltof þægilega. Við fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, en slæmi hluturinn í þessu var að við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim." Er það eitthvað sem KR-ingar hafa miklar áhyggjur af? "Nei, alls ekki. Það er ekki beint það auðveldasta í heimi að slíta sig frá ríkjandi Íslandsmeisturum. Það er bara sigurinn sem skiptir mestu máli. Við erum í úrslitaeinvígi og það skiptir engu hvernig sigur við vinnum, hvort sem það er ljótt eða fallegt, eða hvernig sem það er. Sigur er bara sigur og það er það sem þetta snýst um."Sverrir Þór Sverrisson: Fullt af hlutum sem við þurfum að gera miklu betur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur eftir tap hans manna fyrir KR í kvöld. Hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? "Það var einbeitingarleysi hjá okkur á köflum í leiknum og þá misstum við þá aðeins framúr og þurftum að vera að elta. Það eru fullt af hlutum sem við þurfum að gera miklu betur." "Þeir fráköstuðu betur en við og þeir voru að hitta vel. Svo vantaði líka þegar við vorum komnir inn í leikinn að fylgja því eftir. Þá fórum við aftur að slaka á og hleyptum þeim aftur framúr. Það gengur bara ekki í úrslitaseríu." "Við komum okkur aftur inn í leikinn, en það voru nokkur atriði sem við vorum að framkvæma illa í gegnum leikinn sem að við þurfum að laga." "Við héldum alltaf áfram. Nú er þessi leikur búinn og við vitum að það er margt sem við þurfum að gera betur og nú þurfum við að einblína á að laga það fyrir leikinn á föstudaginn," sagði Sverrir að lokum.KR-Grindavík 93-84 (22-18, 24-26, 28-20, 19-20)KR: Demond Watt Jr. 22/18 fráköst, Darri Hilmarsson 18/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/9 fráköst, Martin Hermannsson 16, Pavel Ermolinskij 13/8 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 6.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst/4 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 6.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánFyrsti leikur lokaúrslitanna: KR - Grindavík [Bein textalýsing]Leik lokið | 93-84 | KR-ingar vinna níu stiga sigur og eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu.40. mín | 91-82 | Clinch setur niður þrjú vítaskot og Grindvíkingar brjóta strax á Watt. Hann setur annað vítið niður.40. mín | 90-79 | Pavel setur niður tvö vítaskot og fer langleiðina með að tryggja KR sigur. Ellefu stig á innan mínútu - það á ekki að vera hægt.39. mín | 86-74 | Helgi skorar eftir laaanga sókn þar sem KR-ingar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Ómar situr á bekknum hjá Grindavík. 38. mín | 83-74 | Leikhlé. Pavel setti áðan niður þrist. Hann er að gæla við þrefalda tvennu með 9-7-11 tölfræðilínu hingað til í leiknum.37. mín | 81-74 | Watt eykur muninn í sjö stig eftir stoðsendingu frá Pavel, hans elleftu í leiknum.36. mín | 79-74 | Martin setur niður þrist. Heldur betur mikilvægan í ljósi vandræðagangs KR-inga í sókninni á undanförnum mínútum.35. mín | 76-74 | Clinch treður boltanum með tilþrifum og í næstu sókn á eftir finnur hann Jóhann í góðu færi fyrir utan þriggja stiga línuna. Jóhann setur skotið niður og minnkar muninn í tvö, og aðeins tvö stig. Finnur tekur leikhlé. KR er aðeins búið að skora tvö stig í fjórða leikhluta. Vítanýting gestanna er ömurleg, eða 53%, sem gæti reynst þeim dýrt.34. mín | 76-67 | Watt setur tvö vítaskot niður. Hann er stigahæstur heimamanna með 19 stig, auk þess sem hann hefur tekið 14 fráköst.32. mín | 74-66 | Clinch skorar fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni. Það er enginn í teljandi villuvandræðum hjá liðunum nema Magni var rétt í þessu að fá sínu fjórðu villu. Hann fer samstundis út af. Jón Axel er á vítalínunni.Þriðja leikhluta lokið | 74-64 | Tíu stiga munur, KR í vil. Martin skoraði lokakörfu leikhlutans, en í sókninni á undan skoraði Clinch körfu góða og setti vítaskotið niður að auki. Þetta voru hans fyrstu og einu stig í leikhlutanum. KR vann þriðja leikhluta með átta stigum.30. mín | 70-61 | Ólafur treður með tilþrifum og minnkar muninn í níu stig.29. mín | 70-59 | Helgi skorar körfu góða en brennir vítaskotinu af. Hann ver síðan skot frá Jóhanni Árna í hraðaupphlaupi, KR brunar upp völlinn og Darri setur niður sinn fimmta þrist úr fimm tilraunum. KR er að vinna leikhlutann 24-15.26. mín | 65-54 | Darri eykur muninn í ellefu stig með þriggja stiga körfu. Sverrir tekur Sóknarleikur KR er frábær og skotnýting liðsins hefur rokið upp. Grindavík þarf að herða tökin í vörninni. Clinch er ekki enn búinn að skora í seinni hálfleik og sömu sögu er að segja af Jóhanni Árna.26. mín | 61-54 | KR leiðir með sjö stigum. Þeir skora að vild þessa stundina. Watt er á vítalínunni.22. mín | 53-46 | KR byrjar seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri. Darri setti áðan niður sinn annan þrist.Seinni hálfleikur hafinn | 48-44 | Pavel skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Ólafur byrjar hjá Grindavík.Tölfræði fyrri hálfleiks | Watt er atkvæðamestur KR-inga með 14 stig og átta fráköst. Helgi Már, Darri og Martin koma næstir með sjö stig hver. Jóhann Árni er stigahæstur gestanna með tíu stig, en Clinch og Jón Axel koma næstir með níu stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Grindavík hefur verið að hitta betur, bæði inni í teig - 45% á móti 44% hjá KR - og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línunnar; 56% á móti 42%. KR leiðir frákastabaráttuna 22-20 og hefur tapað færri boltum, fjórum á móti sex hjá Grindavík.Fyrri hálfleik lokið | 46-44 | Watt skorar sín fyrstu stig frá því í fyrsta leikhluta, en Daníel Guðni svarar með þristi. Watt skorar aftur áður en Jón Axel lokar fyrri hálfleiknum með þriggja stiga körfu langt fyrir utan.19. mín | 40-34 | Daníel Guðni Guðmundsson setur niður þrist og það sama gerir Darri. KR leiðir með sex stigum.17. mín | 35-30 | Darri skorar fjögur stig í röð. Sigurður kemur aftur inn á hjá Grindavík. Hvorugt liðið er að hitta vel.16. mín | 31-30 | Jóhann Árni skorar í þann mund sem skotklukkan gellur. Munurinn er aðeins eitt stig.14. mín | 31-26 | Martin keyrir upp að körfunni og kemur KR fimm stigum yfir. Hann er kominn með sjö stig.13. mín | 29-26 | Pavel setur niður þrist eftir leikhléið. Hann er kominn með tvær villur líkt og Magni.12. mín | 26-26 | Staðan er jöfn eftir tvær körfur frá Clinch og Jóni Axel. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. KR þarf að bæta í í sókninni og hafa betri gætur á Clinch í vörninni.Fyrsta leikhluta lokið|22-18 | Grindvíkingar hafa sótt í sig veðrið eftir erfiða byrjun og nú munar aðeins fjórum stigum á liðunum. Watt er kominn með tíu stig og sjö fráköst, en Clinch er stigahæstur gestanna með fimm stig. Ólafur er, eins og áður sagði, kominn með þrjár villur og leikur væntanlega ekki mikið meira í fyrri hálfleik.10. mín | 22-18 | Ólafur sest á bekkinn á ný eftir að hafa fengið sína þriðju villu. Það er grafalvarlegt mál fyrir gestina. Brynjar setur niður tvö vítaskot, en Clinch svarar með þristi.9. mín | 20-11 | Watt eykur muninn í tólf stig með sinni fimmtu körfu, en Ólafur svarar með fyrsta þristi Grindvíkinga í leiknum. Magni Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson eru komnir inn á hjá KR.7. mín | 16-6 | Grindvíkingar taka þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni. Í þriðja skiptið var brotið á Ómari sem setti bæði vítaskotin niður. Hann er þegar kominn með þrjú sóknarfráköst.6. mín | 16-4 | Helgi skorar úr tveimur vítaskotum. Ólafur Ólafsson er kominn með tvær villur og sest á bekkinn. Jón Axel Guðmundsson kemur í hans stað.6. mín | 14-2 | Helgi setur niður þrist og ver svo skot Jóhanns Árna. Grindavíkingar eru aðeins komnir með tvö stig.4. mín | 11-2 | Fyrstu mínúturnar eru eign KR-inga. Sverrir Þór Sverrisson tekur leikhlé. Watt hefur byrjað af krafti. Hann er kominn með átta stig, þrjú fráköst og einn stolinn bolta. Martin setti niður þrist áður en Sverrir tók leikhléið.2. mín | 6-2 | Demond Watt hefur séð um stigaskorun KR-inga hér í upphafi leiks. Jóhann Árni skoraði einu körfu gestanna til þessa.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Góða skemmtun!Fyrir leik: Byrjunarliðin eru hefðbundin. Darri, Pavel, Watt, Helgi Már og Martin byrja hjá KR og Clinch, Jóhann Árni, Ómar, Sigurður og Ólafur hjá Grindvíkingum.Fyrir leik: Þetta fer að bresta á. Stúkan er full, en það er enn hægt að koma fólki fyrir bakvið körfurnar.Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. hefur skorað mest fyrir Grindavík í úrslitakeppninni, eða 21,6 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig stoðsendingahæstur (6,9), en Ómar Örn Sævarsson hefur tekið flest fráköst, eða 11,9 að meðaltali í leik. Clinch hefur spilað mest, eða 34:39 mínútur í leik.Fyrir leik: Demond Watt Jr. er stigahæsti leikmaður KR í úrslitakeppninni með 18,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig frákastahæstur KR-inga með 10,9 stig að meðaltali í leik. Pavel Ermolinskij er stoðsendingahæstur Vesturbæinga með 8,9 slíkar að meðtali. Hann hefur einnig leikið mest KR-inga, eða 34:44 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru Kristinn Óskarsson og nafnarnir Jón Bender og Guðmundsson.Fyrir leik: Eins og fram hefur komið í aðdraganda leiksins var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni í vetur. Það gerðu þeir þann 9. janúar í DHL-höllinni, en lyktir leiksins urðu 105-98, Grindavík í vil.Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og hafa KR-ingar fagnað sigri í bæði skiptin, fyrst 3-1 árið 2000 og svo 3-2 fyrir fimm árum síðan.Fyrir leik: KR-ingar slógu Stjörnuna út úr undanúrslitunum fyrir átta dögum síðan en Grindvíkingar komust í lokaúrslitin eftir sigur á Njarðvík í oddaleik á Skírdag.Fyrir leik: Staðan í innbyrðisleikjum liðanna í vetur er 1-1. KR-ingar unnu fyrst 94-74 sigur í Grindavík í október en Grindvíkingar unnu aftur á móti 105-98 sigur í DHL-höllinni í janúar sem var eina deildartap KR-inga á tímabilinu. Dominos-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
KR vann í kvöld níu stiga sigur, 93-84, á Grindavík í DHL-höllinni og tók þar með forystuna í úrslitaeinvígi liðanna. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks, þó enginn eins og Demond Watt Jr. sem skoraði fyrstu átta stig KR í leiknum, en að loknum fyrsta leikhluta var hann kominn með tíu stig og sjö fráköst.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. KR komst mest tólf stigum yfir, 16-4, en Grindvíkingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrsta leikhlutann. Staðan að honum loknum var 22-18, KR í vil. Gestirnir jöfnuðu leikinn í 26-26 snemma í öðrum leikhluta, en þá tóku KR-ingar á sprett á ný. Grindvíkingar voru þó aldrei langt undan, en þeir fengu gott framlag frá bekknum í öðrum leikhluta sem var nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ólafsson lék ekkert í leikhlutanum eftir að hafa fengið sína þriðju villu undir lok þess fyrsta.Daníel Guðni Guðmundsson og Jón Axel Guðmundsson skiluðu samtals 15 stigum í fyrri hálfleik, en sá síðarnefndi skoraði síðustu stig hálfleiksins með glæsilegu skoti langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Jóhann Árni Ólafsson var hins vegar stigahæstur Grindvíkinga í hálfleik með tíu stig. Watt var atkvæðamestur KR-inga í fyrri hálfleik með 14 stig og átta fráköst, en Helgi Már Magnússon, Darri Hilmarsson og Martin Hermannsson komu næstir með sjö stig hver. KR byrjaði seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og þann fyrri, en sóknarleikur liðsins var mjög beittur í upphafi þriðja leikhluta. KR-ingar skoruðu nánast að vild og skotnýting liðsins rauk upp. Darri var sérstaklega öflugur í þriðja leikhluta - skoraði ellefu stig - og fór fyrir sínum mönnum. KR vann þriðja leikhluta með átta stigum og leiddi með tíu stigum, 74-64, að honum loknum, en miklu munaði um að Earnest Lewis Clinch Jr. skoraði aðeins þrjú stig í leikhlutanum. En eins góður og sóknarleikur KR var í þriðja leikhluta, þá var hann mjög stirður í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar fóru að saxa á forskot KR-inga og náðu að minnka muninn í tvö stig, 76-74, eftir þriggja stiga körfu frá Jóhanni. Þá var Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eitthvað hefur hann sagt rétt því KR-ingar tóku við sér á ný. Þeir juku muninn og komust mest tólf stigum yfir, 86-74. Vesturbæingar héldu svo Grindvíkingum í hæfilegri fjarlægð það eftir lifði leiks og fögnuðu að lokum sanngjörnum níu stiga sigri, 93-84. Watt og Darri stóðu upp úr í jöfnu og góðu KR-liði í kvöld. Sá fyrrnefndi skoraði 22 stig og tók 18 fráköst og var sérstaklega öflugur í upphafi leiksins eins og áður sagði. Darri skoraði 18 stig, hitti úr fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum og spilaði góða vörn að venju. Clinch átti ágætan leik fyrir Grindavík og var stigahæsti maður liðsins með 22 stig. Hann getur þó spilað betur eins og flestir leikmenn liðsins. Jón Axel átti einnig fínan fyrri hálfleik eins og fyrr sagði. Næsti leikur verður í Grindavík á föstudaginn kemur kl. 19:15.Finnur Freyr Stefánsson: Erum með óeigingjarna menn í okkar liði "Við tökum bara það sem vörnin gefur okkur hverju sinni. Við viljum hlaupa okkar sóknarleik og finna möguleikana. Við erum með óeigingjarna menn í okkar liði sem eru tilbúnir að gefa á næsta mann ef hann er frír og þá erum við í fínum málum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigur liðsins á Grindavík í kvöld. KR var yfir nánast allan leikinn, en liðið náði góðri forystu í þriðja leikhluta sem það hélt, svo að segja, út leikinn. "Við fannst við slaka aðeins á. Við fórum að framkvæma hlutina okkar betur og vorum að taka opnu skotin sem gáfust og að sama skapi fórum við að ná aðeins fleiri stoppum. Varnarleikurinn var hins vegar ekkert til fyrirmyndar og við getum gert töluvert betur þar. Það er visst áhyggjuefni hversu oft við náðum að hleypa Grindvíkingum inn í leikinn." Við hverju býst Finnur í leik tvö á föstudaginn? "Ennþá meiri baráttu, ennþá meiri látum. Grindvíkingar munu koma brjálaðir til leiks. Þetta var leikurinn sem við áttum að taka og nú er komið að þeim að ná sínum leik."Pavel Ermolinskij: Sigur er bara sigur og það er það sem þetta snýst um "Við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim," sagði Pavel Ermolinskij að leik loknum. "Við vorum yfir mestallan leikinn, en þeir settu niður stór skot." "Sóknin gekk ágætlega, við vorum að búa til opin skot og finna menn undir körfunni. Okkur vantaði bara smá kraft í vörnina, þeir voru að spila alltof þægilega. Við fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, en slæmi hluturinn í þessu var að við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim." Er það eitthvað sem KR-ingar hafa miklar áhyggjur af? "Nei, alls ekki. Það er ekki beint það auðveldasta í heimi að slíta sig frá ríkjandi Íslandsmeisturum. Það er bara sigurinn sem skiptir mestu máli. Við erum í úrslitaeinvígi og það skiptir engu hvernig sigur við vinnum, hvort sem það er ljótt eða fallegt, eða hvernig sem það er. Sigur er bara sigur og það er það sem þetta snýst um."Sverrir Þór Sverrisson: Fullt af hlutum sem við þurfum að gera miklu betur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur eftir tap hans manna fyrir KR í kvöld. Hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? "Það var einbeitingarleysi hjá okkur á köflum í leiknum og þá misstum við þá aðeins framúr og þurftum að vera að elta. Það eru fullt af hlutum sem við þurfum að gera miklu betur." "Þeir fráköstuðu betur en við og þeir voru að hitta vel. Svo vantaði líka þegar við vorum komnir inn í leikinn að fylgja því eftir. Þá fórum við aftur að slaka á og hleyptum þeim aftur framúr. Það gengur bara ekki í úrslitaseríu." "Við komum okkur aftur inn í leikinn, en það voru nokkur atriði sem við vorum að framkvæma illa í gegnum leikinn sem að við þurfum að laga." "Við héldum alltaf áfram. Nú er þessi leikur búinn og við vitum að það er margt sem við þurfum að gera betur og nú þurfum við að einblína á að laga það fyrir leikinn á föstudaginn," sagði Sverrir að lokum.KR-Grindavík 93-84 (22-18, 24-26, 28-20, 19-20)KR: Demond Watt Jr. 22/18 fráköst, Darri Hilmarsson 18/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/9 fráköst, Martin Hermannsson 16, Pavel Ermolinskij 13/8 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 6.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst/4 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 6.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánFyrsti leikur lokaúrslitanna: KR - Grindavík [Bein textalýsing]Leik lokið | 93-84 | KR-ingar vinna níu stiga sigur og eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu.40. mín | 91-82 | Clinch setur niður þrjú vítaskot og Grindvíkingar brjóta strax á Watt. Hann setur annað vítið niður.40. mín | 90-79 | Pavel setur niður tvö vítaskot og fer langleiðina með að tryggja KR sigur. Ellefu stig á innan mínútu - það á ekki að vera hægt.39. mín | 86-74 | Helgi skorar eftir laaanga sókn þar sem KR-ingar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Ómar situr á bekknum hjá Grindavík. 38. mín | 83-74 | Leikhlé. Pavel setti áðan niður þrist. Hann er að gæla við þrefalda tvennu með 9-7-11 tölfræðilínu hingað til í leiknum.37. mín | 81-74 | Watt eykur muninn í sjö stig eftir stoðsendingu frá Pavel, hans elleftu í leiknum.36. mín | 79-74 | Martin setur niður þrist. Heldur betur mikilvægan í ljósi vandræðagangs KR-inga í sókninni á undanförnum mínútum.35. mín | 76-74 | Clinch treður boltanum með tilþrifum og í næstu sókn á eftir finnur hann Jóhann í góðu færi fyrir utan þriggja stiga línuna. Jóhann setur skotið niður og minnkar muninn í tvö, og aðeins tvö stig. Finnur tekur leikhlé. KR er aðeins búið að skora tvö stig í fjórða leikhluta. Vítanýting gestanna er ömurleg, eða 53%, sem gæti reynst þeim dýrt.34. mín | 76-67 | Watt setur tvö vítaskot niður. Hann er stigahæstur heimamanna með 19 stig, auk þess sem hann hefur tekið 14 fráköst.32. mín | 74-66 | Clinch skorar fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni. Það er enginn í teljandi villuvandræðum hjá liðunum nema Magni var rétt í þessu að fá sínu fjórðu villu. Hann fer samstundis út af. Jón Axel er á vítalínunni.Þriðja leikhluta lokið | 74-64 | Tíu stiga munur, KR í vil. Martin skoraði lokakörfu leikhlutans, en í sókninni á undan skoraði Clinch körfu góða og setti vítaskotið niður að auki. Þetta voru hans fyrstu og einu stig í leikhlutanum. KR vann þriðja leikhluta með átta stigum.30. mín | 70-61 | Ólafur treður með tilþrifum og minnkar muninn í níu stig.29. mín | 70-59 | Helgi skorar körfu góða en brennir vítaskotinu af. Hann ver síðan skot frá Jóhanni Árna í hraðaupphlaupi, KR brunar upp völlinn og Darri setur niður sinn fimmta þrist úr fimm tilraunum. KR er að vinna leikhlutann 24-15.26. mín | 65-54 | Darri eykur muninn í ellefu stig með þriggja stiga körfu. Sverrir tekur Sóknarleikur KR er frábær og skotnýting liðsins hefur rokið upp. Grindavík þarf að herða tökin í vörninni. Clinch er ekki enn búinn að skora í seinni hálfleik og sömu sögu er að segja af Jóhanni Árna.26. mín | 61-54 | KR leiðir með sjö stigum. Þeir skora að vild þessa stundina. Watt er á vítalínunni.22. mín | 53-46 | KR byrjar seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri. Darri setti áðan niður sinn annan þrist.Seinni hálfleikur hafinn | 48-44 | Pavel skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Ólafur byrjar hjá Grindavík.Tölfræði fyrri hálfleiks | Watt er atkvæðamestur KR-inga með 14 stig og átta fráköst. Helgi Már, Darri og Martin koma næstir með sjö stig hver. Jóhann Árni er stigahæstur gestanna með tíu stig, en Clinch og Jón Axel koma næstir með níu stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Grindavík hefur verið að hitta betur, bæði inni í teig - 45% á móti 44% hjá KR - og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línunnar; 56% á móti 42%. KR leiðir frákastabaráttuna 22-20 og hefur tapað færri boltum, fjórum á móti sex hjá Grindavík.Fyrri hálfleik lokið | 46-44 | Watt skorar sín fyrstu stig frá því í fyrsta leikhluta, en Daníel Guðni svarar með þristi. Watt skorar aftur áður en Jón Axel lokar fyrri hálfleiknum með þriggja stiga körfu langt fyrir utan.19. mín | 40-34 | Daníel Guðni Guðmundsson setur niður þrist og það sama gerir Darri. KR leiðir með sex stigum.17. mín | 35-30 | Darri skorar fjögur stig í röð. Sigurður kemur aftur inn á hjá Grindavík. Hvorugt liðið er að hitta vel.16. mín | 31-30 | Jóhann Árni skorar í þann mund sem skotklukkan gellur. Munurinn er aðeins eitt stig.14. mín | 31-26 | Martin keyrir upp að körfunni og kemur KR fimm stigum yfir. Hann er kominn með sjö stig.13. mín | 29-26 | Pavel setur niður þrist eftir leikhléið. Hann er kominn með tvær villur líkt og Magni.12. mín | 26-26 | Staðan er jöfn eftir tvær körfur frá Clinch og Jóni Axel. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. KR þarf að bæta í í sókninni og hafa betri gætur á Clinch í vörninni.Fyrsta leikhluta lokið|22-18 | Grindvíkingar hafa sótt í sig veðrið eftir erfiða byrjun og nú munar aðeins fjórum stigum á liðunum. Watt er kominn með tíu stig og sjö fráköst, en Clinch er stigahæstur gestanna með fimm stig. Ólafur er, eins og áður sagði, kominn með þrjár villur og leikur væntanlega ekki mikið meira í fyrri hálfleik.10. mín | 22-18 | Ólafur sest á bekkinn á ný eftir að hafa fengið sína þriðju villu. Það er grafalvarlegt mál fyrir gestina. Brynjar setur niður tvö vítaskot, en Clinch svarar með þristi.9. mín | 20-11 | Watt eykur muninn í tólf stig með sinni fimmtu körfu, en Ólafur svarar með fyrsta þristi Grindvíkinga í leiknum. Magni Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson eru komnir inn á hjá KR.7. mín | 16-6 | Grindvíkingar taka þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni. Í þriðja skiptið var brotið á Ómari sem setti bæði vítaskotin niður. Hann er þegar kominn með þrjú sóknarfráköst.6. mín | 16-4 | Helgi skorar úr tveimur vítaskotum. Ólafur Ólafsson er kominn með tvær villur og sest á bekkinn. Jón Axel Guðmundsson kemur í hans stað.6. mín | 14-2 | Helgi setur niður þrist og ver svo skot Jóhanns Árna. Grindavíkingar eru aðeins komnir með tvö stig.4. mín | 11-2 | Fyrstu mínúturnar eru eign KR-inga. Sverrir Þór Sverrisson tekur leikhlé. Watt hefur byrjað af krafti. Hann er kominn með átta stig, þrjú fráköst og einn stolinn bolta. Martin setti niður þrist áður en Sverrir tók leikhléið.2. mín | 6-2 | Demond Watt hefur séð um stigaskorun KR-inga hér í upphafi leiks. Jóhann Árni skoraði einu körfu gestanna til þessa.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Góða skemmtun!Fyrir leik: Byrjunarliðin eru hefðbundin. Darri, Pavel, Watt, Helgi Már og Martin byrja hjá KR og Clinch, Jóhann Árni, Ómar, Sigurður og Ólafur hjá Grindvíkingum.Fyrir leik: Þetta fer að bresta á. Stúkan er full, en það er enn hægt að koma fólki fyrir bakvið körfurnar.Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. hefur skorað mest fyrir Grindavík í úrslitakeppninni, eða 21,6 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig stoðsendingahæstur (6,9), en Ómar Örn Sævarsson hefur tekið flest fráköst, eða 11,9 að meðaltali í leik. Clinch hefur spilað mest, eða 34:39 mínútur í leik.Fyrir leik: Demond Watt Jr. er stigahæsti leikmaður KR í úrslitakeppninni með 18,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig frákastahæstur KR-inga með 10,9 stig að meðaltali í leik. Pavel Ermolinskij er stoðsendingahæstur Vesturbæinga með 8,9 slíkar að meðtali. Hann hefur einnig leikið mest KR-inga, eða 34:44 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru Kristinn Óskarsson og nafnarnir Jón Bender og Guðmundsson.Fyrir leik: Eins og fram hefur komið í aðdraganda leiksins var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni í vetur. Það gerðu þeir þann 9. janúar í DHL-höllinni, en lyktir leiksins urðu 105-98, Grindavík í vil.Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og hafa KR-ingar fagnað sigri í bæði skiptin, fyrst 3-1 árið 2000 og svo 3-2 fyrir fimm árum síðan.Fyrir leik: KR-ingar slógu Stjörnuna út úr undanúrslitunum fyrir átta dögum síðan en Grindvíkingar komust í lokaúrslitin eftir sigur á Njarðvík í oddaleik á Skírdag.Fyrir leik: Staðan í innbyrðisleikjum liðanna í vetur er 1-1. KR-ingar unnu fyrst 94-74 sigur í Grindavík í október en Grindvíkingar unnu aftur á móti 105-98 sigur í DHL-höllinni í janúar sem var eina deildartap KR-inga á tímabilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum