Innlent

Grindavíkurbær sendir frá sér yfirlýsingu vegna eineltismáls

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grunnskóli Grindavíkur.
Grunnskóli Grindavíkur.
Grunnskóli Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttaumfjöllunar um kennara í skólanum sem sakaður er um að hafa lagt nemendur sína í einelti.

Í yfirlýsingu Grindavíkurbæjar segir að Grunnskóli Grindavíkur starfi á grunni hugmyndarfræði Uppbyggingarstefnunnar og að skólinn hafi sett sér skýra eineltisáætlun, þar sem fram komi að nemendur og starfsfólk séu hvattir til að vera vakandi fyrir líðan nemenda og tilkynna strax ef grunur vaknar um einelti eða aðra óæskilega hegðun. Þá sé áhersla lögð á að stöðva einelti strax.

Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að skólastjóri hafi gripið til ráðstafana sem tryggja að nemendur og kennarinn séu ekki í neinum samskiptum í skólanum.

„Foreldrarnir hafa vísað málinu til meðferðar fagráðs um eineltismál í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í verklagsreglum fagráðs kemur fram að hlutverk þess er að vera stuðningsaðili við skólasamfélagið, leita að fullnægjandi niðurstöðu í eineltismálum og að veita ráðgefandi álit um úrlausn mála. Málsmeðferð fagráðsins stendur yfir,“ segir í yfirlýsingunni.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×