Innlent

Svona er Ísland í þrívíddargrafík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ný þrívíddargrafík, byggð á gervitunglamyndum, gefur mun nákvæmari mynd af Íslandi en áður hefur sést. Háskóli og stofnanir í Þýskalandi vinna myndirnar í samstarfi við íslenskt fyrirtæki. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá dæmi og rætt var við Ágúst Guðmundsson frá kortagerðarfyrirtækinu Fjarkönnun. 

Svo skörp mynd fæst af Íslandi að það fer að verða spurning hvort ferðamenn geti ekki sparað sér ferðalögin, en í staðinn setið við tölvuna og notið þess að fljúga yfir skriðjöklana við Skaftafell og aðra staði sem þá lystir að skoða.  Nákvæmnin er komin niður í tíu sentímetra og á eftir að batna. Fjarkönnun er í samstarfi við háskóla í Munchen en einnig þýskar stofnanir og fyrirtæki.

Ágúst Guðmundsson, kortagerðarfyrirtækinu Fjarkönnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Tíðar gervihnattamyndir þýða að unnt er fylgjast nákvæmlega með breytingum á landslagi, Þjóðverjarnir sjá meira að segja snjóþykktina breytast á skíðasvæðum í Ölpunum. Einnig eru þeir komnir komnir með skarpar myndir af þýskum borgum, eins og af Munchen. Tæknin nýtist því meðal annars í skipulagsvinnu og mannvirkjagerð en einnig við rannsóknir, kennslu og í ferðaþjónustu. Fylgjast mætti með breytingum á strandlínum, jöklabreytingum og jafnvel eldgosum. 

Ágúst segir að vegna mikillar forvinnu Þjóðverja muni Íslendingar njóta tækninnar án mikils kostnaðar. Hann segir fulltrúa væntanlega frá Þýskalandi í vor til að kynna þetta nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×