Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 16:30 Anna á Stóru-Borg komin með nakinn smalapiltinn í rúmið. Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson í hlutverkum sínum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira