Íslenski boltinn

Níu Blikar niðurlægðu Aftureldingu

Árni Vilhjálmsson var í stuði í kvöld.
Árni Vilhjálmsson var í stuði í kvöld.
Þó svo Blikar hafi spilað lungann úr leiknum gegn Aftureldingu aðeins tíu, og síðan níu, þá vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Aftureldingu í Lengjubikarnum.

Damir Muminovic, varnarmaður Blika, var rekinn af vellu eftir aðeins stundarfjórðungsleik en það hafði engin áhrif á Blika.

Sérstaklega ekki á framherjann Árna Vilhjálmsson sem skoraði þrennu á rúmum 20 mínútum í leiknum.

Blikum fannst það greinilega vera ójafn leikur að vera "aðeins" tíu því þá tók Jordan Halsman upp á því að láta reka sig af velli. Blikar 3-0 yfir og aðeins níu á vellinum.

Tveimur færri bættu Blikar við fjórða markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Mosfellinga. Elvar Páll Sigurðsson skoraði markið.

Blikar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar fyrir leikinn. Þeir mæta Víkingum frá Reykjavík í átta liða úrslitunum.

Upplýsingar: urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×