Serbar komu úr fyrsta styrkleikaflokki og slapp Ísland við lið á borð við Króatíu, Danmörku, Frakka og Spánverja. Svartfellingar komu úr þriðja styrkleikaflokki og Ísraelar úr þeim fjórða.
Á heildina litið er þetta nokkuð álitlegur riðill fyrir íslenska liðið sem ætti hæglega að geta tryggt sér keppnisrétt á EM 2016.
Patrekur Jóhanneson og lærisveinar hans frá Austurríki fengu aðra undankeppnina í röð mjög erfiðan riðil en Austurríki er í riðli 7 ásamt Spáni og Þýskalandi.
Drátturinn í undankeppnina:
Riðill 1: Króatía, Noregur, Holland, Tyrkland
Riðill 2: Danmörk, Hvíta-Rússland, Litháen, Bosnía og Hersegóvína
Riðill 3: Slóvenía, Svíþjóð, Slóvakía, Lettland
Riðill 4: Serbía, Ísland, Svartfjallaland, Ísrael
Riðill 5: Ungverjaland, Rússland, Portúgal, Úkraína
Riðill 6: Frakkland, Makedónía, Tékkland, Sviss,
Riðill 7: Spánn, Þýskaland, Austurríki, Finnland
