Erlent

Pútín sendir Evrópu tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Vladimir Pútín, forsetir Rússlands, sendi i dag 18 leiðtogum Evrópu bréf. Í þeim stóð að sú staðreynd að Úkraína hafi ekki borgað fyrir gaskaup frá Rússlandi geti skapað alvarlegt ástand. Samkvæmt fyrirtækinu Gazprom skuldar Úkraína þeim rúmlega tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 225 milljarða króna.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Pútín segir að ástandið sem hann varar við, geti haft áhrif á afgreiðslu gass til annarra Evrópulanda. Um þriðjungur alls jarðgass sem notað er í Evrópu kemur frá Rússlandi.

Þá sagði hann Rússland tilbúið að taka þátt í því að lagfæra hagkerfi Úkraínu, en eingöngu á jafnveldisgrundvelli við ESB.

Bréfið má lesa hér.

Hann sagði einnig að á meðan Rússland hafi niðurgreitt gas til Úkraínu hafi vesturlöndin nýtt sér auðlindir landsins og skemmt efnahag þess.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir bréfið vera til að ógna Úkraínu og neyða landið til samstarfs við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×