Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:51 Skýrslan kynnt. vísir/gva Mikill hagnaður sparisjóðanna árin 2004–2007 leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil. Það gerði mörgum sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. Jafnvel sem nam meira en hagnaði viðkomandi rekstrarárs. Þannig var beinlínis gengið á varasjóðinn. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Reglur um hámarksarðgreiðsluhlutfall voru í höndum Tryggingasjóðs sparisjóða. Stjórn hans var að mestu leyti skipuð sparisjóðsstjórum. Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð.Tvívegis reynt að breyta stærsta sparisjóðnum í hlutafélag – Átök leystust úr læðingi Í skýrslunni segir að á árunum 2001–2004 hafi verið gerðar tvær tilraunir til að breyta stærsta sparisjóðnum í hlutafélag. Þar urðu átök milli stofnfjáreigenda, starfsmanna og stjórnar og ýmsir markaðskraftar leystust úr læðingi. Löggjafinn hafði ekki búið svo um hnútana að hindruð yrðu bein viðskipti með stofnfjárbréf einstaklinga í milli á öðru verði en hinu endurreiknaða stofnverði. Væntingar um hátt yfirverð fyrir bréfin kviknuðu og urðu ekki kveðnar niður. Grundvallarreglunni um að stofnfjárhafar ættu ekki tilkall til ágóðahlutar sparisjóðsins, nema aðeins af innborguðu stofnfé sínu, var ekki lengur haldið á lofti. Það að gera stofnfjárbréfin vænlegri sem fjárfestingarkost heppnaðist dável, því fá ef nokkur önnur verðbréf gáfu eftir það jafnháa ávöxtun en báru um leið litla áhættu. Þau voru verðtryggð, þau nutu sérstaks endurmats sem gat numið 5% árlega og þau gáfu góðan arð, jafnvel þótt tap væri á rekstri sparisjóðsins. Þessi andlitslyfting stofnfjárbréfanna reyndist hins vegar aðeins hagsbót fyrir stofnfjáreigendur en varð íþyngjandi fyrir sparisjóðina sjálfa. Tengdar fréttir 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Mikill hagnaður sparisjóðanna árin 2004–2007 leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil. Það gerði mörgum sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. Jafnvel sem nam meira en hagnaði viðkomandi rekstrarárs. Þannig var beinlínis gengið á varasjóðinn. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Reglur um hámarksarðgreiðsluhlutfall voru í höndum Tryggingasjóðs sparisjóða. Stjórn hans var að mestu leyti skipuð sparisjóðsstjórum. Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð.Tvívegis reynt að breyta stærsta sparisjóðnum í hlutafélag – Átök leystust úr læðingi Í skýrslunni segir að á árunum 2001–2004 hafi verið gerðar tvær tilraunir til að breyta stærsta sparisjóðnum í hlutafélag. Þar urðu átök milli stofnfjáreigenda, starfsmanna og stjórnar og ýmsir markaðskraftar leystust úr læðingi. Löggjafinn hafði ekki búið svo um hnútana að hindruð yrðu bein viðskipti með stofnfjárbréf einstaklinga í milli á öðru verði en hinu endurreiknaða stofnverði. Væntingar um hátt yfirverð fyrir bréfin kviknuðu og urðu ekki kveðnar niður. Grundvallarreglunni um að stofnfjárhafar ættu ekki tilkall til ágóðahlutar sparisjóðsins, nema aðeins af innborguðu stofnfé sínu, var ekki lengur haldið á lofti. Það að gera stofnfjárbréfin vænlegri sem fjárfestingarkost heppnaðist dável, því fá ef nokkur önnur verðbréf gáfu eftir það jafnháa ávöxtun en báru um leið litla áhættu. Þau voru verðtryggð, þau nutu sérstaks endurmats sem gat numið 5% árlega og þau gáfu góðan arð, jafnvel þótt tap væri á rekstri sparisjóðsins. Þessi andlitslyfting stofnfjárbréfanna reyndist hins vegar aðeins hagsbót fyrir stofnfjáreigendur en varð íþyngjandi fyrir sparisjóðina sjálfa.
Tengdar fréttir 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49
Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28
Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36
Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40