Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar 10. apríl 2014 09:49 Fyrstu fréttir af málinu voru sagðar í gær. Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24