„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 09:24 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24