Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 18:30 Vísir/Vilhelm Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest. Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest.
Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58
Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41
Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36