Körfubolti

KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur reynir að komast framhjá Martin Hermannssyni í leiknum í gær.
Ólafur reynir að komast framhjá Martin Hermannssyni í leiknum í gær. Vísir/Valli
Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi.

Ólafur sagði Grindavíkurliðið hafa verið „eins og litlar fermingarstelpur á túr“ í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en orð hans hafa vakið upp mikla reiði.

KKÍ segir í yfirlýsingu sem það sendir frá sér í dag vegna málsins að ummæli sem þessi skaði ímyndi körfuboltans og Ólafur þurfi að bera ábyrgð á þeim.

Það segir hann meiri mann fyrir að biðjast afsökunar á ummælunum en Ólafur sendi sjálfur frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gærkvöldi þar sem hann viðurkenndi brot sitt og baðst afsökunar.

Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar körfuknattleisksambandsins og mun hún ákveða refsingu leikmannsins.

Yfirlýsing KKÍ

„Stjórn KKÍ fordæmir þau ummæli sem Ólafur Ólafsson viðhafði í beinni útsendingu

eftir leik KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöldi. Er það mat

stjórnar að ummæli sem þessi skaði ímynd körfuknattleikshreyfingarinnar og að

Ólafur þurfi að bera ábyrgð á þeim.

Stjórn KKÍ hefur farið yfir málið og ákveðið að kæra ummæli Ólafs til aga- og úrskurðarnefndar. Samkvæmt lögum og reglugerðum KKÍ hefur aga- og

úrskurðarnefnd ein vald til þess að beita viðurlögum í málum sem þessum.

Öll ummæli sem þessi eru með öllu óviðeigandi og eiga ekki heima í

körfuknattleikssamfélagi okkar. Einstaklingar þurfa að passa sig hvað þeir segja í

viðtali við fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega þeir aðilar sem eru

fyrirmyndir barna og unglinga.

Stjórn KKÍ telur að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar fljótlega eftir að leik lauk í gærkvöldi. Sendi hann afsökunarbeiðni á fjölmiðla sem og birti á samfélagsmiðli. Harmaði hann orð sín og baðst afsökunar.

Aga- og úrskurðarnefnd mun því nú fjalla um málið samkvæmt reglugerð.“


Tengdar fréttir

Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×