Innlent

Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri.
Ársreikningar síðasta árs eru til umræðu á fundi borgarstjórnar sem hefst klukkan tvö í dag. 



Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa Sjálfstæðismenn hafa birt tölur yfir rekstur borgarinnar undanfarin tólf ár og segir Halldór Halldórsson, oddviti þeirra, á 
facebook síðu sinni: „Þetta er svona einfalt, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er rekstur borgarsjóðs í plús og niðurgreiðsla skulda borgarinnar. Undir stjórn vinstri aflanna er taprekstur og skuldasöfnun.“

En S.Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr og oddviti Bjartrar Framtíðar, sagði meirihlutann ekki vera í vörn. „Við erum satt að segja afskaplega stolt af því sem við höfum gert. Við höfum komist nokkuð vel í gegnum erfiða tíma og erum ekki í neinni varnarstöðu.“

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan og hefst klukkan tvö.

Á vef Reykjavíkurborgar má sjá mælendaskrá og frekari upplýsingar um fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×