Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:00 Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar