„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 15:41 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans við aðalmeðferð Imon málsins í dag. Vísir/Stefán „Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira