Innlent

Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag

VÍSIR/STEFÁN
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruni eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna.

Hin ákærðu í málinu eru Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson sem voru bæði í framkvæmdastjórn bankans á tímabilinu sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×