Innlent

Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
80,7 prósent landsmanna vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir samtökin Hjartað í Vatnsmýri. Þá vilja 71,2 prósent íbúa Reykjavíkur hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er.

Í tilkynningu frá Hjartað í Vatnsmýri segir að stuðningurinn við flugvöllinn í Vatnsmýri sé þannig afgerandi og sérstaklega athyglisverður í Reykjavík.

„Þar sem sjö af hverjum tíu borgarbúum vilji flugvöllinn áfram þar þrátt fyrir einarðan ásetning meirihluta borgarstjórnar að koma vellinum í burtu, þar sem Samfylkingin er í fararbroddi.“

67,6 prósent Samfylkingarfólks vil Reykjavíkurvöll áfram í Vatnsmýrinni og 57,7 prósent kjósenda þeirra í Reykjavík samkvæmt könnuninni.

„Aldrei fyrr hefur meirihluti borgarstjórnar farið gegn jafn stórum hluta borgarbúa í nokkru máli og er tími til þess kominn að borgarstjórn láti af andstöðu sinni við flugvöllinn og hlusti á umbjóðendur sína, íbúa borgarinnar og landsmenn alla,“ segir í tilkynningunni.

Jákvætt svar við ofangreindri spurningu: "Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?" greint eftir stjórnmálaflokkum:



                                  Landið allt:    Reykjavík

Björt framtíð:              56,6%           44,5%

Framsóknarflokkur:    96,1%           100%

Píratar:                       66,0%           49,5%

Samfylkingin:              67,6%           57,5%

Sjálfstæðisflokkur:      91,1%           87,7%

Vinstri grænir:             76,9%           71,6%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×