Erlent

Beyoncé ein sú áhrifamesta að mati Time

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Beyoncé prýðir forsíðuna að þessu sinni.
Beyoncé prýðir forsíðuna að þessu sinni.
Tónlistarkonan Beyoncé prýðir forsíðu Time í dag en nýjasta tölublaðið er tileinkað hundrað áhrifamestu einstaklingum heims. Það er ritstjórn blaðsins sem setur saman listann en listinn í ár er sá ellefti í röðinni.

Sheryl Sandberg, einn æðstu yfirmanna Facebook, skrifar um söngkonuna og hrósar henni fyrir vinnu sína í þágu kvenna og fyrir að hvetja konur til að vera sjálfstæðar. Máli sínu til stuðnings nefnir hún hina vinsælu tónleikaferð „Mrs. Carter Show World Tour“, en hana fór söngkonan í á meðan hún var „móðir í fullu starfi“, eins og Sandberg orðar það.

Meðal annarra á lista Time má nefna leikarana Lupitu Nyong'o, Benedict Cumberbatch, Amy Adams og Matthew McConaughey, tónlistarkonuna Miley Cyrus, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ruðningskappann Richard Sherman, Frans páfa og uppljóstrarann Edward Snowden, en hann er yngstur á listanum, aðeins þrítugur að aldri. Þá er kaupsýslumaðurinn Carl Icahn sá elsti, en hann er 78 ára.

41 kona er á listanum í ár og er það met að sögn vefsíðu Guardian.

Listann í heild sinni má sjá á vefsíðu Time.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×