Ingólfur á leið af Everestfjalli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. apríl 2014 11:01 Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira