Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00.
Til að byrja með mun Þór Ingþórsson halda ræðu sem formaður Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík og því næst mun stjórn KFR leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar í Reykjavík.
Verði listinn samþykktur mun nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík halda ræðu.
Atkvæðisrétt hafa þeir fulltrúar er valdir voru á kjördæmaþing KFR í október.
Eins og Vísir hefur greint frá hefur KFR beðið Guðna Ágútsson, fyrrverandi ráðherra, að taka að sér að leiða lista Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Framsóknarflokkurinn er oddvitalaus í borginni eftir að Óskar Bergsson tilkynnti afsögn sína nýlega.

