E-Zoo haldið á ný þrátt fyrir tvö dauðsföll í fyrra 23. apríl 2014 18:00 Af hátíðinni í fyrra Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira