Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2014 14:33 Nýja skipið er 90 metrar að lengd og tæpir 20 metrar á breidd. Líkt og systurskipin er það vel búið. Kaupverðið er rúmir sjö milljarðar og ekki er loku fyrir það skotið að þriðja skipið eins og þetta verði smíðað fyrir Fáfni Offshore innan skamms. Mynd/Havyard „Kannski er fréttnæmast við þetta nýja glæsilega skip að það er blendingur – það er knúið til jafns af dísilolíu og rafmagni,“ segir Steingrímur Erlingsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, um nýtt sérútbúið þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn sem verður smíðað í skipasmíðastöð fyrirtækisins Havyard í Leirvík í Noregi. Samningur um smíði skipsins var undirritaður í nýliðinni viku að andvirði 350 milljóna norskra króna eða um sjö milljarða íslenskra króna. Skipið verður afhent eigendum sínum um mitt næsta ár.Annað í röðinni Einhver gæti hugsað með sér að hér væri verið að segja gamla frétt, svo stutt er síðan fréttir bárust af smíði þjónustuskips fyrir Fáfni. Ástæðan er sú að nýja skipið er annað í röðinni, en það fyrsta, sem ber nafnið Polarsyssel, var sjósett í skipasmíðastöðinni í Cemre í Tyrklandi í mars. Það er nú statt í skipasmíðastöð Havyard þar sem það verður fullbúið tækjum og búnaði, en ef áætlanir ganga eftir verður skipið afhent í ágúst. Polarsyssel er í raun systurskip þess nýja, en nokkuð minna, og er einnig sérútbúið til að þjónusta olíuiðnað í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum. Polarsyssel er um 88,5 metra langt og 17,6 metra breitt. Á því er þyrlupallur, fullkomin stöð fyrir þyrlueldsneyti og 850 fermetra þilfar. Öflugar brunadælur eru á skipinu og dæla þær um 1.500 lítrum á sekúndu. Um 30 manna áhöfn verður um borð í skipinu. Þegar er búið að tryggja Polarsyssel verkefni til næstu ára, en Fáfnir gerði í apríl samning til sex ára við norska ríkið, með tvisvar sinnum tveggja ára framlengingarmöguleika um þjónustu við Svalbarða, þar sem skipið leysir af gamla varðskipið Tý sem nú brúar bilið við að uppfylla samninga um gæslu- og björgunarstörf á hafsvæðinu í kringum Svalbarða.Tækniundur Nýja skipið er nokkru stærra en Polarsyssel með þúsund fermetra þilfar. Steingrímur lýsir því að þar sem skipið er straumlínulagað og búið fyrrnefndum hybrid-búnaði er það með 30 til 40 prósenta betri orkunýtingu en sambærilegt skip. Skipið er í ísklassa 1B sem þýðir að hægt er að keyra á fullri ferð í gegnum allt að 90 sentímetra lagnaðarís og má skipið starfa á öllum hafsvæðum heims, til dæmis í Karahafinu fyrir norðan Síberíu. Þangað er engum hleypt nema skipið sé búið á þennan máta og eingöngu frá 1. júlí til 1. desember ár hvert. „Mér hefur fundist best að lýsa ísklassa 1B með því að líkja því við að þú tvöfaldaðir í þér rifbeinin; skinnið er áfram af sömu þykkt en rifbeinin helmingi fleiri,“ segir Steingrímur. Hægt er að fara í hærri ísklassa, til dæmis 1A, en þá er búið að tvöfalda allt og skipið níðþungt og flokkast sem ísbrjótur. Það er eins og að fara á rúntinn með hjólhýsi í eftirdragi, kostnaðarsamt og stirðar hreyfingar,“ segir Steingrímur. En hér er ekki allt talið. Skipið er „winterized“ sem þýðir að fá rekkverk geta safnað á sig ís; hiti er í öllum gangvegum, einangrun er sérstaklega þykk og varmaþræðir umleika allt sem frosið getur. Þá er skipið með stóra tanka undir sement, borleðju, metanól og ferskvatn fyrir olíuborpalla. Hvarfakútar eru á útblásturskerfi og ekkert rusl fer frá skipinu, sem hefur sérstakan olíuhreinsunarbúnað til mengunarvarna. „Það væsir heldur ekkert um karlana. Um borð er öll aðstaða hin besta og þeir geta til dæmis kíkt í ræktina eða bíó ef þannig liggur á þeim – í sérstökum bíósal um borð,“ segir Steingrímur.Tor Leif Mong-stad frá Hayvard Group og Steingrímur Erlingsson við undirritun samninga um smíði þjónustuskipsins á dögunum.Mynd/HavyardVænleg verkefnastaða Tvö skip eru því í hendi en að sögn Steingríms liggur fyrir viljayfirlýsing við Havyard um smíði þriðja skipsins innan skamms tíma, sem þá yrði jafn stórt og það nýja og systurskip þess. En hefur Steingrímur tryggt sér verkefni fyrir þessi öflugu skip? „If I tell you, I have to kill you,“ segir Steingrímur hlæjandi en segir í alvöru talað að enginn ráðist í fjárfestingu upp á tugi milljarða öðruvísi en að væntingar um verkefni séu nægar. „Hins vegar get ég sagt að Fáfnir Offshore er komið til að vera og mun tilkoma félagsins skapa hér atvinnu, gjaldeyri, reynslu og afleidd störf með tíð og tíma,“ segir Steingrímur sem bætir við að þó sé aðeins eitt sem skyggir á í hans huga. Það er sú staðreynd að Fáfnir Offshore getur ekki skráð skipin á Íslandi vegna íslensks regluverks sem útilokar að Fáfnir geti keppt við aðra í greininni. „Menn segja að við getum alveg skráð skipin á Íslandi, en það væri eins og að skrá sig í spretthlaup haldandi á sementspoka. Nei, á Íslandi eru höft hvað skipaskráningu af þessum toga varðar, það er að segja skip er starfa utan landhelgi, og er það merkilegt í ljósi þess að hér eru næg höft fyrir í atvinnurekstri hvers konar. Nýja skipið kemur um mitt næsta ár og ef ráðamenn taka sig til er því ekkert til fyrirstöðu að skrá það hér á Íslandi,“ segir Steingrímur. „Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái mikilvægi þessa og skapi hér aðstæður sem geri okkur kleift að keppa í því alþjóðlega umhverfi sem „offshore“-iðnaður er. Skapist þær, munum við ná árangri, því við búum yfir bestu sjómönnum heims á Íslandi.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Kannski er fréttnæmast við þetta nýja glæsilega skip að það er blendingur – það er knúið til jafns af dísilolíu og rafmagni,“ segir Steingrímur Erlingsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, um nýtt sérútbúið þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn sem verður smíðað í skipasmíðastöð fyrirtækisins Havyard í Leirvík í Noregi. Samningur um smíði skipsins var undirritaður í nýliðinni viku að andvirði 350 milljóna norskra króna eða um sjö milljarða íslenskra króna. Skipið verður afhent eigendum sínum um mitt næsta ár.Annað í röðinni Einhver gæti hugsað með sér að hér væri verið að segja gamla frétt, svo stutt er síðan fréttir bárust af smíði þjónustuskips fyrir Fáfni. Ástæðan er sú að nýja skipið er annað í röðinni, en það fyrsta, sem ber nafnið Polarsyssel, var sjósett í skipasmíðastöðinni í Cemre í Tyrklandi í mars. Það er nú statt í skipasmíðastöð Havyard þar sem það verður fullbúið tækjum og búnaði, en ef áætlanir ganga eftir verður skipið afhent í ágúst. Polarsyssel er í raun systurskip þess nýja, en nokkuð minna, og er einnig sérútbúið til að þjónusta olíuiðnað í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum. Polarsyssel er um 88,5 metra langt og 17,6 metra breitt. Á því er þyrlupallur, fullkomin stöð fyrir þyrlueldsneyti og 850 fermetra þilfar. Öflugar brunadælur eru á skipinu og dæla þær um 1.500 lítrum á sekúndu. Um 30 manna áhöfn verður um borð í skipinu. Þegar er búið að tryggja Polarsyssel verkefni til næstu ára, en Fáfnir gerði í apríl samning til sex ára við norska ríkið, með tvisvar sinnum tveggja ára framlengingarmöguleika um þjónustu við Svalbarða, þar sem skipið leysir af gamla varðskipið Tý sem nú brúar bilið við að uppfylla samninga um gæslu- og björgunarstörf á hafsvæðinu í kringum Svalbarða.Tækniundur Nýja skipið er nokkru stærra en Polarsyssel með þúsund fermetra þilfar. Steingrímur lýsir því að þar sem skipið er straumlínulagað og búið fyrrnefndum hybrid-búnaði er það með 30 til 40 prósenta betri orkunýtingu en sambærilegt skip. Skipið er í ísklassa 1B sem þýðir að hægt er að keyra á fullri ferð í gegnum allt að 90 sentímetra lagnaðarís og má skipið starfa á öllum hafsvæðum heims, til dæmis í Karahafinu fyrir norðan Síberíu. Þangað er engum hleypt nema skipið sé búið á þennan máta og eingöngu frá 1. júlí til 1. desember ár hvert. „Mér hefur fundist best að lýsa ísklassa 1B með því að líkja því við að þú tvöfaldaðir í þér rifbeinin; skinnið er áfram af sömu þykkt en rifbeinin helmingi fleiri,“ segir Steingrímur. Hægt er að fara í hærri ísklassa, til dæmis 1A, en þá er búið að tvöfalda allt og skipið níðþungt og flokkast sem ísbrjótur. Það er eins og að fara á rúntinn með hjólhýsi í eftirdragi, kostnaðarsamt og stirðar hreyfingar,“ segir Steingrímur. En hér er ekki allt talið. Skipið er „winterized“ sem þýðir að fá rekkverk geta safnað á sig ís; hiti er í öllum gangvegum, einangrun er sérstaklega þykk og varmaþræðir umleika allt sem frosið getur. Þá er skipið með stóra tanka undir sement, borleðju, metanól og ferskvatn fyrir olíuborpalla. Hvarfakútar eru á útblásturskerfi og ekkert rusl fer frá skipinu, sem hefur sérstakan olíuhreinsunarbúnað til mengunarvarna. „Það væsir heldur ekkert um karlana. Um borð er öll aðstaða hin besta og þeir geta til dæmis kíkt í ræktina eða bíó ef þannig liggur á þeim – í sérstökum bíósal um borð,“ segir Steingrímur.Tor Leif Mong-stad frá Hayvard Group og Steingrímur Erlingsson við undirritun samninga um smíði þjónustuskipsins á dögunum.Mynd/HavyardVænleg verkefnastaða Tvö skip eru því í hendi en að sögn Steingríms liggur fyrir viljayfirlýsing við Havyard um smíði þriðja skipsins innan skamms tíma, sem þá yrði jafn stórt og það nýja og systurskip þess. En hefur Steingrímur tryggt sér verkefni fyrir þessi öflugu skip? „If I tell you, I have to kill you,“ segir Steingrímur hlæjandi en segir í alvöru talað að enginn ráðist í fjárfestingu upp á tugi milljarða öðruvísi en að væntingar um verkefni séu nægar. „Hins vegar get ég sagt að Fáfnir Offshore er komið til að vera og mun tilkoma félagsins skapa hér atvinnu, gjaldeyri, reynslu og afleidd störf með tíð og tíma,“ segir Steingrímur sem bætir við að þó sé aðeins eitt sem skyggir á í hans huga. Það er sú staðreynd að Fáfnir Offshore getur ekki skráð skipin á Íslandi vegna íslensks regluverks sem útilokar að Fáfnir geti keppt við aðra í greininni. „Menn segja að við getum alveg skráð skipin á Íslandi, en það væri eins og að skrá sig í spretthlaup haldandi á sementspoka. Nei, á Íslandi eru höft hvað skipaskráningu af þessum toga varðar, það er að segja skip er starfa utan landhelgi, og er það merkilegt í ljósi þess að hér eru næg höft fyrir í atvinnurekstri hvers konar. Nýja skipið kemur um mitt næsta ár og ef ráðamenn taka sig til er því ekkert til fyrirstöðu að skrá það hér á Íslandi,“ segir Steingrímur. „Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái mikilvægi þessa og skapi hér aðstæður sem geri okkur kleift að keppa í því alþjóðlega umhverfi sem „offshore“-iðnaður er. Skapist þær, munum við ná árangri, því við búum yfir bestu sjómönnum heims á Íslandi.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira