„Það er umhugsunarefni fyrir okkur hér á Íslandi að að mjög stór hluti af virðisaukanum sem verður til við þesi viðskiptasambönd verður til erlendis vegna þess að hér er ekki framleiðslugeta. Við erum frekar illa stödd í framleiðslu hönnunar. Þetta stendur greininni og íslenskum iðnaði fyrir þrifum,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá HönnunarMars í nýjasta þætti Klinksins.
HönnunarMars stendur fyrir DesignMatch eða svokölluðu kaupstefnumóti milli íslenskra hönnuða og erlendra kaupenda og viðskiptaaðila með það að markmiði að búa til viðskiptasamband.
„Hugmyndin er að reyna að búa til viðskiptasamband, annaðhvort tekur fyrirtækið hönnuðinn upp á sína arma og felur honum að hanna eitthvað sem fyrirtækið vantar í sína vörulínu eða tekur eitthvað sem hönnuðurinn hefur þegar gert og setur í alþjóðlega dreifingu. Þetta hefur verið algjörlega 50/50 hingað til,“ segir Greipur.
Hann segir óljóst hversu miklum verðmætum íslenskt samfélag verður af vegna þessa að framleiðslugetan hérlendis er svona takmörkuð.
„Það er kannski næsta skref að að fara að skrásetja meira veltu og hagræn áhrif þessara greina, við erum að hluti af þessum skapandi greinum og það er búið að gera forrannsóknir á því. Við viljum auðvitað gera meiri rannsóknir - þetta eru tölur sem okkur vantar,“ segir Greipur.
Viðskipti innlent