Erlent

Tveir menn pyntaðir til dauða í Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Olexander Turchynov, forseti Úkraínu, og Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra.
Olexander Turchynov, forseti Úkraínu, og Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra. visir/afp
Olexander Turchynov, forseti Úkraínu, fyrirskipaði í dag að hefja hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum á ný eftir að tveir menn fundust látnir í austurhluta landsins en þeir voru báðir pyntaðir til dauða.

Annar mannanna var stjórnmálamaðurinn Vladimirs Rybak en lík þeirra fundust nálægt borginni Slavjansk.

Nú virðist allt vera á suðupunkt á ný í Úkraínu og samkomulagið sem Rússar, Úkraínumenn, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið skrifuðu undir í Genf á fimmtudaginn í síðustu viku er að fara út um gluggann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×