Samningar í skjóli pólitískra tengsla myllusteinn um háls ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 21:16 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira