Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2014 14:30 Sarvsfossen-stíflan er 50 metra há og 150 metra löng. Mynd/Kruse Smith. Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. Þessa dagana er að ljúka smíði nýrrar vatnsaflsvirkjunar við suðurjaðar Harðangurshálendisins með stíflu sem er 50 metra há og 150 metra breið. Og Norðmenn áforma enn frekari virkjun vatnsafls. Í síðustu yfirlitsskýrslu olíu- og orkumálaráðherra Noregs kom fram að framkvæmdir stæðu nú yfir við vatnsaflsvirkjanir upp á samtals 1,1 teravattstund og búið væri að gefa út leyfi fyrir 2,6 teravattstundum til viðbótar. Mikið af því er í smávirkjunum. Löggjöf sem hin rauðgræna fyrrverandi ríkisstjórn Noregs beitti sér fyrir árið 2011, samhliða gerð orkusáttmála við Svíþjóð, hefur reynst sterkur hvati til smíði vatnsaflsvirkjana. Þar var mörkuð sú stefna að auka raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í löndunum tveimur um 26,4 teravattstundir fyrir árið 2020. Samkvæmt athugun, sem háskólinn í Sogn og Fjordene gerði í fyrra, eru uppi áform um að virkja vatnsafl sem nemur 20 teravattstundum til viðbótar í Noregi. Sérfræðingar rannsóknarstofnunar um loftlagsmál segja þó að mat orkugeirans, um að raunhæft sé að 15 teravattstundir bætist við, sé jafnvel bjartsýni. Til samanburðar má geta þess að á Íslandi er búið að virkja 12 teravattstundir í vatnsafli og hefur verið áætlað að virkjanleg vatnsorka hérlendis nemi samtals 30 teravattstundum. Nýjasta virkjun Noregs, Skarg-virkjunin, er sú stærsta sem byggð hefur verið í Suður-Noregi frá árinu 1995. Hún er í sveitarfélaginu Bykle, efstu byggð við suðurmörk þjóðgarðsins Hardangervidda, sem talið er stærsta víðerni meginlands Vestur-Evrópu. Stíflan, kennd við Sarvsfoss, var tekin í notkun nú um páskana þegar byrjað var að fylla 40 metra djúpt miðlunarlón sem myndast í gljúfri ofan stíflunnar.Lónsfylling hófst nú um páskana. Lónið verður 40 metra djúpt.Mynd/Kruse Smith.Sarvsfoss-stíflan er steinsteypt og í boga, og sagði oddviti Bykle í viðtali við ríkisútvarpið NRK að hún væri svo tignarleg að hún yrði aðdráttarafl ferðamanna. Stíflan er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli og unnu verktakarnir, Kruse Smith, við erfiðar aðstæður í frosthörkum í vetur svo ljúka mætti stíflugerðinni fyrir vorleysingar. Virkjunin kostaði um 900 milljónir norskra króna, eða sem svarar 17 milljörðum íslenskra króna. Hún mun framleiða um 175 gígavattstundir raforku. Til samanburðar framleiðir nýjasta stórvirkjun Íslendinga, Búðarhálsvirkjun, 585 gígavattstundir á ári, en hún kostaði um 26 milljarða króna. Ráðamenn orkumálastofnunar Noregs fylgdu framkvæmdunum úr hlaði með þeim orðum að breið pólitísk samstaða væri um mikilvægi þess að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl og vindorku. Stærsta áskorunin væri að þróa verkefni sem væru bæði umhverfisvæn og fjárhagslega hagkvæm. Skarg-virkjun væri gott dæmi um slíkt.Sarvsfoss-stíflan er sú stærsta í Suður-Noregi í 20 ár.Mynd/Kruse Smith.Sarvsfoss-stíflan og virkjunin koma þó ekki án umhverfisáhrifa. Lækir, vötn og tjarnir í nágrenninu spillast, þar á meðal hrygningarstöðvar fiska. Þá þurrkast Sarvsfoss, en stjórnvöld settu þó það skilyrði, að kröfu sveitarfélagsins, að fossinn yrði sýndur af og til í framtíðinni. Niðurstaðan varð sú að vatni verður hleypt á fossinn í nokkrar klukkustundir í senn, í tvo daga í júlímánuði og í tvo daga í ágústmánuði á hverju ári. Formaður nýstofnaðrar miðstöðvar um norskt vatnsafl, Ole Gunnar Dahlhaug, prófessor í Þrándheimi, sagði nýlega í viðtali að mikilvægustu not fyrir nýju orkuna væru að rafvæða olíuiðnaðinn. Það ætti að gera með því að leggja sæstrengi út í borpallana og hætta að knýja þá með gastúrbínum. Þá hvatti hann til þess að meiri áhersla yrði lögð á stórar virkjanir, það væri sitt mat að þeim fylgdu minni inngrip í náttúruna heldur en fjölda smávirkjana. Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. Þessa dagana er að ljúka smíði nýrrar vatnsaflsvirkjunar við suðurjaðar Harðangurshálendisins með stíflu sem er 50 metra há og 150 metra breið. Og Norðmenn áforma enn frekari virkjun vatnsafls. Í síðustu yfirlitsskýrslu olíu- og orkumálaráðherra Noregs kom fram að framkvæmdir stæðu nú yfir við vatnsaflsvirkjanir upp á samtals 1,1 teravattstund og búið væri að gefa út leyfi fyrir 2,6 teravattstundum til viðbótar. Mikið af því er í smávirkjunum. Löggjöf sem hin rauðgræna fyrrverandi ríkisstjórn Noregs beitti sér fyrir árið 2011, samhliða gerð orkusáttmála við Svíþjóð, hefur reynst sterkur hvati til smíði vatnsaflsvirkjana. Þar var mörkuð sú stefna að auka raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í löndunum tveimur um 26,4 teravattstundir fyrir árið 2020. Samkvæmt athugun, sem háskólinn í Sogn og Fjordene gerði í fyrra, eru uppi áform um að virkja vatnsafl sem nemur 20 teravattstundum til viðbótar í Noregi. Sérfræðingar rannsóknarstofnunar um loftlagsmál segja þó að mat orkugeirans, um að raunhæft sé að 15 teravattstundir bætist við, sé jafnvel bjartsýni. Til samanburðar má geta þess að á Íslandi er búið að virkja 12 teravattstundir í vatnsafli og hefur verið áætlað að virkjanleg vatnsorka hérlendis nemi samtals 30 teravattstundum. Nýjasta virkjun Noregs, Skarg-virkjunin, er sú stærsta sem byggð hefur verið í Suður-Noregi frá árinu 1995. Hún er í sveitarfélaginu Bykle, efstu byggð við suðurmörk þjóðgarðsins Hardangervidda, sem talið er stærsta víðerni meginlands Vestur-Evrópu. Stíflan, kennd við Sarvsfoss, var tekin í notkun nú um páskana þegar byrjað var að fylla 40 metra djúpt miðlunarlón sem myndast í gljúfri ofan stíflunnar.Lónsfylling hófst nú um páskana. Lónið verður 40 metra djúpt.Mynd/Kruse Smith.Sarvsfoss-stíflan er steinsteypt og í boga, og sagði oddviti Bykle í viðtali við ríkisútvarpið NRK að hún væri svo tignarleg að hún yrði aðdráttarafl ferðamanna. Stíflan er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli og unnu verktakarnir, Kruse Smith, við erfiðar aðstæður í frosthörkum í vetur svo ljúka mætti stíflugerðinni fyrir vorleysingar. Virkjunin kostaði um 900 milljónir norskra króna, eða sem svarar 17 milljörðum íslenskra króna. Hún mun framleiða um 175 gígavattstundir raforku. Til samanburðar framleiðir nýjasta stórvirkjun Íslendinga, Búðarhálsvirkjun, 585 gígavattstundir á ári, en hún kostaði um 26 milljarða króna. Ráðamenn orkumálastofnunar Noregs fylgdu framkvæmdunum úr hlaði með þeim orðum að breið pólitísk samstaða væri um mikilvægi þess að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl og vindorku. Stærsta áskorunin væri að þróa verkefni sem væru bæði umhverfisvæn og fjárhagslega hagkvæm. Skarg-virkjun væri gott dæmi um slíkt.Sarvsfoss-stíflan er sú stærsta í Suður-Noregi í 20 ár.Mynd/Kruse Smith.Sarvsfoss-stíflan og virkjunin koma þó ekki án umhverfisáhrifa. Lækir, vötn og tjarnir í nágrenninu spillast, þar á meðal hrygningarstöðvar fiska. Þá þurrkast Sarvsfoss, en stjórnvöld settu þó það skilyrði, að kröfu sveitarfélagsins, að fossinn yrði sýndur af og til í framtíðinni. Niðurstaðan varð sú að vatni verður hleypt á fossinn í nokkrar klukkustundir í senn, í tvo daga í júlímánuði og í tvo daga í ágústmánuði á hverju ári. Formaður nýstofnaðrar miðstöðvar um norskt vatnsafl, Ole Gunnar Dahlhaug, prófessor í Þrándheimi, sagði nýlega í viðtali að mikilvægustu not fyrir nýju orkuna væru að rafvæða olíuiðnaðinn. Það ætti að gera með því að leggja sæstrengi út í borpallana og hætta að knýja þá með gastúrbínum. Þá hvatti hann til þess að meiri áhersla yrði lögð á stórar virkjanir, það væri sitt mat að þeim fylgdu minni inngrip í náttúruna heldur en fjölda smávirkjana.
Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira