Hver á skilið hvað? Ásgrímur Jónasson skrifar 9. maí 2014 22:44 Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar