Íslenski boltinn

Þriðji tvíhöfðinn á Gervigrasinu í Laugardal - KR-FH færður þangað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar spila þriðja gervigrasleikinn í röð á mánudagskvöldið.
KR-ingar spila þriðja gervigrasleikinn í röð á mánudagskvöldið. Vísir/Vilhelm
Stórleikur KR og FH í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta verður spilaður á  Gervigrasinu í Laugardal en ekki á KR-vellinum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mótastjóra KSÍ.

Líkt og í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla verður tvíhöfði á Gervigrasinu í Laugardal. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport alveg eins og í hin tvö skiptin.

Leikur KR og FH fer nú fram á Gervigrasinu í Laugardal klukkan 20.30 á mánudagskvöldið og um leið var leikur Fram og Þórs færður fram til 18.00.

Þetta er ekki eina breytingin því Fylkir og ÍBV hafa ennfremur komist að samkomulagi um að víxla heimaleikjum þannig að leikur liðanna í 3. umferðinni á mánudaginn fer nú fram á Hásteinsvelli.



Fréttatilkynningin frá mótastjóra KSÍ.

Góðan dag

Fylkir og ÍBV hafa komist að samkomulagi um að víxla heimaleikjum í Pepsi-deild karla.

Leikur KR og FH færist á Gervigrasið í Laugardal. Eftirfarandi leikir breytast því:

Pepsi-deild karla

KR – FH

Var:       Mánudaginn 12. maí kl. 20.00 á KR-velli

Verður: Mánudaginn 12. maí kl. 20.30 á Gervigrasinu í Laugardal



Pepsi-deild karla

Fram - Þór

Var:       Mánudaginn 12. maí kl. 19.15 á Gervigrasinu í Laugardal

Verður: Mánudaginn 12. maí kl. 18.00 á Gervigrasinu í Laugardal



Pepsi-deild karla

Fylkir - ÍBV

Var:       Mánudaginn 12. maí kl. 18.00 á Fylkisvelli

Verður: Mánudaginn 12. maí kl. 18.00 á Hásteinsvelli

(Leikurinn heitir því ÍBV – Fylkir)



Pepsi-deild karla

ÍBV - Fylkir

Var:       Miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18.00 á Hásteinsvelli

Verður: Miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18.00 á Fylkisvelli

(Leikurinn heitir því Fylkir - ÍBV)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×