Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-19 | Haukar í lykilstöðu Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 10. maí 2014 00:01 Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira