Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 8. maí 2014 09:45 Guðmundur Magnússon gerir sig líklegan í vítateig Víkinga. Vísir/Daníel Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira