Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fjölnir 1-2 | Nýliðarnir úr Grafarvogi á toppnum Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 8. maí 2014 17:15 Vísir/Vilhelm Fjölnir byrjar dvöl sína í Pepsi deildinni heldur betur af krafti og vann annan leik sinn í röð þegar liðið mætti Þór á Þórsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki mikil skemmtun og einkenndist af harðri baráttu. Þórir Guðjónsson og Gunnar Már Guðmundsson skoruðu mörk Fjölnis og Ármann Pétur Ævarsson minnkaði muninn fyrir Þór. Leikurinn byrjaði rólega og byrjuðu Fjölnismenn leikinn af töluvert meiri krafti en heimamennirnir í Þór. Hápressa og ákafur sóknarleikur Fjölnis olli Þór miklum vandræðum og komust þeir oft í gegnum varnarlínu heimamanna sem áttu engin svör nema með því að dúndra boltanum fram völlinn. Christopher Paul Tsonis átti fyrstu alvöru marktilraun leiksins þegar hann komst í gott færi en Sandor Matus varði boltann í stöng. Heimamenn sluppu því með skrekkinn þar. Skömmu síðar kom Sandor Matus heimamönnum til bjargar þegar hann blakaði boltanum stórkostlega yfir markið eftir skalla Ragnars Leóssonar úr dauðafæri og Fjölnir fékk hornspyrnu. Þórir Guðjónsson tók hornspyrnuna sem fór inn á markteig þar sem Gunnar Már Guðmundsson var á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Þórir Guðjónsson fór mikinn í sóknarleik Fjölnis og þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk hann boltann á kantinum og tók á rás fram völlinn þar sem hann bókstaflega gekk framhjá varnarmönnum Þórs og lagði boltann auðveldlega í netið. Frábært mark hjá Þóri og gestirnir komnir með tveggja marka forystu. Páll Viðar Gíslason var ekki sáttur með leik sinna manna og gerði sína fyrstu breytingu í kjölfarið sem lagaði leik liðsins smávægilega það sem af lifði fyrri hálfleik. Þór fékk gott færi til að minnka muninn þegar Ármann Pétur mætti fyrirgjöf en skallaði boltann í stöngina rétt fyrir hálfleik. Heimamenn í Þór mættu sterkari til seinni hálfleiks og sóttu í sig veðrið en leikurinn varð ekki mikið skemmtilegri en hann hafði áður verið. Ármann Pétur Ævarsson skoraði úr vítaspyrnu þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og kom heimamönnum inn í leikinn. Þá hafði Þórður Ingason tekið niður Jóhann Helga Hannesson inn í vítateig og Kristinn Jakobsson tekur hárrétta ákvörðun og bendir á punktinn. Þórður Birgisson komst nálægt því að jafna leikinn fyrir Þór og Sandor Matus hélt uppteknum hætti og hélt heimamönnum í leiknum með því að bjarga tvisvar sinnum mjög vel eftir að Fjölnismenn sluppu í gegn. Hefði ekki verið fyrir Matus í marki Þórs, hefðu þeir líklega aldrei átt séns í þessum leik.Ágúst Gylfason: Ég bjóst ekki við þessu „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn Þór. Þeir eru mjög áræðið og líkamlega sterkt lið. Við komum hingað, ætluðum að mæta þeim í baráttunni og sækja þessi þrjú stig. Við hefðum getað klárað þetta í fyrri hálfleik þegar við fengum þrjú til fjögur góð færi, þeir komust svo inn í leikinn og fengu stúkuna með sér en við náðum að halda þetta út," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. Fjölnir er nú með sex stig eftir tvo leiki en Ágúst segist ekki hafa reiknað með þessu fyrirfram en er mjög ánægður með baráttu sinna manna: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta er smá óvænt en það tekur enginn þessi sex stig af okkur núna. Við vissum að hverju við gengum hérna. Þetta er mjög mikið baráttulið og við erum ánægðir að hafa nælt í þessi stig. Við erum komnir með fullt hús stiga og höldum vonandi þessum dampi í næsta leik." Telur Ágúst þessa byrjun gefa Fjölnismönnum aukinn kraft fyrir komandi leiki? „Já, þetta gerir það klárlega. Við erum með stóran hóp svo við mætum ferskir í leikinn gegn Val á heimavelli," bætti hann við.Gunnar Már: Við spilum fyrir hvern annan „Ég er mjög sáttur. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur, við höldum áfram okkar dampi í deildinni og erum komnir með góð stig. Þetta eru erfiðir leikir, öll lið horfa í stig í þessum leikjum og þetta er eitthvað sem maður þarf að reyna að kroppa til sín," sagði Gunnar Már, sem var einn besti leikmaður Fjölnis í kvöld. Gunnar Már telur að þéttleikinn, hraðinn og liðsheildin sé lykillinn að góðri byrjun Fjölnismanna og segir að þeir voru alveg tilbúnir í slaginn gegn Þór: „Við spilum þétt, spilum fyrir hvern annan og sækjum hratt. Við höfum áfram sömu markmið að taka bara einn leik fyrir í einu. Sama hver staðan er þá vissum við hvernig Þór myndi mæta í þennan leik, þeir spila alltaf eins. Maður getur bókað að þeir leggi sig hundrað prósent fram og maður þarf að gera það líka eins og við gerðum í dag".Páll Viðar: Byrjuðum ekki fyrr en í seinni hálfleik „Við byrjuðum þegar flautað var á seinni hálfleikurinn. Þetta var hundfúlt og snúið að svara fyrir það af hverju við erum fjórða leikinn í röð að þrífa upp eftir okkur skítinn í seinni hálfleik þar sem við gerum okkur þetta alltof erfitt fyrir," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leik. Páll Viðar gerði skiptingu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem virtist koma Þór ögn meira inn í leikinn en síðan gerði hann ekki skiptingu fyrr en seint í leiknum. Var fyrsta skiptingin áherslubreyting og af hverju beið hann svona lengi eftir að gera aðra skiptingu þó ekki gengi hjá hans mönnum? „Beggja blands [varðandi það hvort snemmbúin skipting væri áherslu- eða meiðslatengd]. Það var okkar lán að Sandor var í stuði í markinu, það hefði léttilega getað verið fimm eða sex núll í hálfleik miðað við þá frammistöðu sem við sýndum í fyrri hálfleik kannski hefðum við átt að gera fleiri skiptingar snemma. Við getum velt vöngum um það hvort við hefðum átt að gera allar skiptingarnar okkar í fyrri hálfleik. Eins og þetta leit út fyrir mér þá vorum við að lemja á þá og berja, fengum tækifæri á að koma á þá mörkum og komum inn einu, það var tímapunktur sem ég taldi að við gátum reynt að hrista upp í þessu. Ef maður tapar þá gerir maður eitthvað vitlaust þá er maður að gera eitthvað vitlaust en ef maður vinnur þá getur maður barið sér á brjóst og á heiminn“. „Við horfum á seinni hálfleikinn sem jákvæðan hlut. Þar mætti Þórs-lið sem við könnumst við en það fleytir manni ekki langt ef menn eru bara tilbúnir í annan hálfleikinn," bætti Páll við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Fjölnir byrjar dvöl sína í Pepsi deildinni heldur betur af krafti og vann annan leik sinn í röð þegar liðið mætti Þór á Þórsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki mikil skemmtun og einkenndist af harðri baráttu. Þórir Guðjónsson og Gunnar Már Guðmundsson skoruðu mörk Fjölnis og Ármann Pétur Ævarsson minnkaði muninn fyrir Þór. Leikurinn byrjaði rólega og byrjuðu Fjölnismenn leikinn af töluvert meiri krafti en heimamennirnir í Þór. Hápressa og ákafur sóknarleikur Fjölnis olli Þór miklum vandræðum og komust þeir oft í gegnum varnarlínu heimamanna sem áttu engin svör nema með því að dúndra boltanum fram völlinn. Christopher Paul Tsonis átti fyrstu alvöru marktilraun leiksins þegar hann komst í gott færi en Sandor Matus varði boltann í stöng. Heimamenn sluppu því með skrekkinn þar. Skömmu síðar kom Sandor Matus heimamönnum til bjargar þegar hann blakaði boltanum stórkostlega yfir markið eftir skalla Ragnars Leóssonar úr dauðafæri og Fjölnir fékk hornspyrnu. Þórir Guðjónsson tók hornspyrnuna sem fór inn á markteig þar sem Gunnar Már Guðmundsson var á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Þórir Guðjónsson fór mikinn í sóknarleik Fjölnis og þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk hann boltann á kantinum og tók á rás fram völlinn þar sem hann bókstaflega gekk framhjá varnarmönnum Þórs og lagði boltann auðveldlega í netið. Frábært mark hjá Þóri og gestirnir komnir með tveggja marka forystu. Páll Viðar Gíslason var ekki sáttur með leik sinna manna og gerði sína fyrstu breytingu í kjölfarið sem lagaði leik liðsins smávægilega það sem af lifði fyrri hálfleik. Þór fékk gott færi til að minnka muninn þegar Ármann Pétur mætti fyrirgjöf en skallaði boltann í stöngina rétt fyrir hálfleik. Heimamenn í Þór mættu sterkari til seinni hálfleiks og sóttu í sig veðrið en leikurinn varð ekki mikið skemmtilegri en hann hafði áður verið. Ármann Pétur Ævarsson skoraði úr vítaspyrnu þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og kom heimamönnum inn í leikinn. Þá hafði Þórður Ingason tekið niður Jóhann Helga Hannesson inn í vítateig og Kristinn Jakobsson tekur hárrétta ákvörðun og bendir á punktinn. Þórður Birgisson komst nálægt því að jafna leikinn fyrir Þór og Sandor Matus hélt uppteknum hætti og hélt heimamönnum í leiknum með því að bjarga tvisvar sinnum mjög vel eftir að Fjölnismenn sluppu í gegn. Hefði ekki verið fyrir Matus í marki Þórs, hefðu þeir líklega aldrei átt séns í þessum leik.Ágúst Gylfason: Ég bjóst ekki við þessu „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn Þór. Þeir eru mjög áræðið og líkamlega sterkt lið. Við komum hingað, ætluðum að mæta þeim í baráttunni og sækja þessi þrjú stig. Við hefðum getað klárað þetta í fyrri hálfleik þegar við fengum þrjú til fjögur góð færi, þeir komust svo inn í leikinn og fengu stúkuna með sér en við náðum að halda þetta út," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. Fjölnir er nú með sex stig eftir tvo leiki en Ágúst segist ekki hafa reiknað með þessu fyrirfram en er mjög ánægður með baráttu sinna manna: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta er smá óvænt en það tekur enginn þessi sex stig af okkur núna. Við vissum að hverju við gengum hérna. Þetta er mjög mikið baráttulið og við erum ánægðir að hafa nælt í þessi stig. Við erum komnir með fullt hús stiga og höldum vonandi þessum dampi í næsta leik." Telur Ágúst þessa byrjun gefa Fjölnismönnum aukinn kraft fyrir komandi leiki? „Já, þetta gerir það klárlega. Við erum með stóran hóp svo við mætum ferskir í leikinn gegn Val á heimavelli," bætti hann við.Gunnar Már: Við spilum fyrir hvern annan „Ég er mjög sáttur. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur, við höldum áfram okkar dampi í deildinni og erum komnir með góð stig. Þetta eru erfiðir leikir, öll lið horfa í stig í þessum leikjum og þetta er eitthvað sem maður þarf að reyna að kroppa til sín," sagði Gunnar Már, sem var einn besti leikmaður Fjölnis í kvöld. Gunnar Már telur að þéttleikinn, hraðinn og liðsheildin sé lykillinn að góðri byrjun Fjölnismanna og segir að þeir voru alveg tilbúnir í slaginn gegn Þór: „Við spilum þétt, spilum fyrir hvern annan og sækjum hratt. Við höfum áfram sömu markmið að taka bara einn leik fyrir í einu. Sama hver staðan er þá vissum við hvernig Þór myndi mæta í þennan leik, þeir spila alltaf eins. Maður getur bókað að þeir leggi sig hundrað prósent fram og maður þarf að gera það líka eins og við gerðum í dag".Páll Viðar: Byrjuðum ekki fyrr en í seinni hálfleik „Við byrjuðum þegar flautað var á seinni hálfleikurinn. Þetta var hundfúlt og snúið að svara fyrir það af hverju við erum fjórða leikinn í röð að þrífa upp eftir okkur skítinn í seinni hálfleik þar sem við gerum okkur þetta alltof erfitt fyrir," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leik. Páll Viðar gerði skiptingu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem virtist koma Þór ögn meira inn í leikinn en síðan gerði hann ekki skiptingu fyrr en seint í leiknum. Var fyrsta skiptingin áherslubreyting og af hverju beið hann svona lengi eftir að gera aðra skiptingu þó ekki gengi hjá hans mönnum? „Beggja blands [varðandi það hvort snemmbúin skipting væri áherslu- eða meiðslatengd]. Það var okkar lán að Sandor var í stuði í markinu, það hefði léttilega getað verið fimm eða sex núll í hálfleik miðað við þá frammistöðu sem við sýndum í fyrri hálfleik kannski hefðum við átt að gera fleiri skiptingar snemma. Við getum velt vöngum um það hvort við hefðum átt að gera allar skiptingarnar okkar í fyrri hálfleik. Eins og þetta leit út fyrir mér þá vorum við að lemja á þá og berja, fengum tækifæri á að koma á þá mörkum og komum inn einu, það var tímapunktur sem ég taldi að við gátum reynt að hrista upp í þessu. Ef maður tapar þá gerir maður eitthvað vitlaust þá er maður að gera eitthvað vitlaust en ef maður vinnur þá getur maður barið sér á brjóst og á heiminn“. „Við horfum á seinni hálfleikinn sem jákvæðan hlut. Þar mætti Þórs-lið sem við könnumst við en það fleytir manni ekki langt ef menn eru bara tilbúnir í annan hálfleikinn," bætti Páll við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira