Þungarokkarar þakka fyrir sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. maí 2014 14:51 Frá Eistnaflugi. mynd/guðný lára thorarensen Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira